Innlent

Bílastæðahúsið á Stjörnubíósreitnum opnað í dag

MYND/Vilhelm
Bílastæðahúsið á Stjörnubíósreitnum á Laugavegi var opnað nú í hádeginu.Það var Alfreð Þorsteinsson forseti borgarstjórnar sem það gerði. Húsið rúmar tæplega tvöhundruð bíla, en kostnaður við húsið er áætlaður tæplega sexhundruð milljónir króna. Bílastæðasjóður efnir nú til samkeppni um nafn á nýja bílahúsið að Laugavegi 86-94. Tillögum um nafn má skila til og með 23. desember 2005. Í verðlaun eru Miðborgargjafakort að verðmæti 50.000 krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×