Íslenska lopapeysan sem tískuvara 24. febrúar 2005 00:01 Feðginin Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Guðmundsdóttir hafa látið endurhanna klassísku íslensku lopapeysuna og selja hana undir merkjum Cintamanis. Lopapeysan er algerlega að slá í gegn þessa dagana og maður hlýtur því að spyrja sig hvað það er sem veldur. Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Skúladóttir hjá Sportís eiga ef til einhverja sök að máli en þau hafa látið endurhanna lopapeysuna og selja hana nú í fyrsta sinn sem tískuvöru undir vörumerki Cintamanis. "Við viljum gera íslensku lopapeysuna að tískuvöru ásamt því að auka notagildi hennar. Hún á ekki bara að vera einhver peysa sem útlendingar kaupa til sönnunar um að þeir hafi verið á Íslandi, heldur notuð dags daglega við hvaða aðstæður sem er," segja þau Skúli og Elva Rósa. Íslenska lopapeysan hefur fengið smá andlitslyftingu hjá Cintamani og má þar nefna að aðeins er munstubekkur á henni að ofan og kvenpeysurnar eru aðsniðnar til að gera þær klæðilegri. Bæði er hægt að fá þær heilar og með rennilás sem renndur er í báðar áttir. "Við erum eingöngu með peysurnar í svörtu og hvítu þó það sé hægt að leita til okkar ef fólk er með séróskir," segir Elva Rósa og leggur áherslu á að hver einasta peysa er handprjónuð og er valið á þeim konum sem prjóna peysurnar vandað vel. "Við töldum það algert skilyrði að hafa peysurnar handprjónaðar bæði til að viðhalda þeirri þekkingu sem til er og einnig vegna þess að það er hluti af karakter peysunnar. Við notum svo aðeins bestu prjónakonurnar og við leggjum áherslu á að borga þeim það sem þær eiga skilið fyrir vinnu sína," segir Skúli en lopapeysurnar eru seldar á 14.900 lokaðar og 16.900 renndar. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Feðginin Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Guðmundsdóttir hafa látið endurhanna klassísku íslensku lopapeysuna og selja hana undir merkjum Cintamanis. Lopapeysan er algerlega að slá í gegn þessa dagana og maður hlýtur því að spyrja sig hvað það er sem veldur. Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Skúladóttir hjá Sportís eiga ef til einhverja sök að máli en þau hafa látið endurhanna lopapeysuna og selja hana nú í fyrsta sinn sem tískuvöru undir vörumerki Cintamanis. "Við viljum gera íslensku lopapeysuna að tískuvöru ásamt því að auka notagildi hennar. Hún á ekki bara að vera einhver peysa sem útlendingar kaupa til sönnunar um að þeir hafi verið á Íslandi, heldur notuð dags daglega við hvaða aðstæður sem er," segja þau Skúli og Elva Rósa. Íslenska lopapeysan hefur fengið smá andlitslyftingu hjá Cintamani og má þar nefna að aðeins er munstubekkur á henni að ofan og kvenpeysurnar eru aðsniðnar til að gera þær klæðilegri. Bæði er hægt að fá þær heilar og með rennilás sem renndur er í báðar áttir. "Við erum eingöngu með peysurnar í svörtu og hvítu þó það sé hægt að leita til okkar ef fólk er með séróskir," segir Elva Rósa og leggur áherslu á að hver einasta peysa er handprjónuð og er valið á þeim konum sem prjóna peysurnar vandað vel. "Við töldum það algert skilyrði að hafa peysurnar handprjónaðar bæði til að viðhalda þeirri þekkingu sem til er og einnig vegna þess að það er hluti af karakter peysunnar. Við notum svo aðeins bestu prjónakonurnar og við leggjum áherslu á að borga þeim það sem þær eiga skilið fyrir vinnu sína," segir Skúli en lopapeysurnar eru seldar á 14.900 lokaðar og 16.900 renndar.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira