ASÍ vill ekki lækka tekjuskatt 20. október 2005 00:01 „Verðbólga hefur verið mun meiri en kjarasamningar gera ráð fyrir. Við höfum sent frá okkur varnaðarorð með reglulegu millibili. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við með neinu útspili en vísar í skattalækkanir sem stjórnarflokkarnir boðuðu fyrir síðustu kosningar," sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í ræðu á ársfundi sambandsins sem hófst í gær. Grétar segir það nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að hreyfingin hafi haft rétt fyrir sér þegar hún varaði við því að forsendur fyrir núverandi kjarasamningum gætu brostið. Hann segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar ekki vera vel tímasettar. „Við höfum bent á að þó við séum fylgjandi skattalækkunum, einkum ef þeim er beitt til tekjujöfnunar og ef þær eru ekki fjármagnaðar með niðurskurði í velferðarkerfinu, þá séu þessar skattalækkanir ekki vel tímasettar. Það er ljóst í mínum huga að ef við eigum að vinna okkur út úr þeirri stöðu sem efnahagsmálin eru sannarlega komin í verður ríkisstjórnin að koma að lausninni með afdráttarlausum hætti," segir Grétar. Fulltrúar verkalýðsfélaga áttu fund með forsætisráðherra í vikunni. Grétar segir að áhersla hafi verið lögð á að ekki kæmi til uppsagna samninga. Hann segir að bæði stjórnvöld og atvinnurekendur þurfi að spila einhverju bitastæðu út svo það megi verða. Misnotkun á erlendu vinnuafli var einnig gagnrýnd. Í inngangi að skýrslu forseta Alþýðusambandsins segir Grétar að stjórnvöld bregðist ekki við aðstæðum. „Það vantar tilfinnanlega að sett séu lög um starfsemi svokallaðra starfsmannaleiga. Eftir þessu hefur verkalýðshreyfingin ítrekað kallað, en félagsmálaráðherra og stjórnvöld ekki brugðist við með nauðsynlegri snerpu." Forseti sambandsins fagnaði 65 ára afmæli sínu við setningu fundarins og var honum færð gjöf af þessu tilefni. „Það jaðrar við að maður sé klökkur jafnvel þó þetta sé ekkert sérstakt afmæli," sagði Grétar. Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Verðbólga hefur verið mun meiri en kjarasamningar gera ráð fyrir. Við höfum sent frá okkur varnaðarorð með reglulegu millibili. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við með neinu útspili en vísar í skattalækkanir sem stjórnarflokkarnir boðuðu fyrir síðustu kosningar," sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í ræðu á ársfundi sambandsins sem hófst í gær. Grétar segir það nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að hreyfingin hafi haft rétt fyrir sér þegar hún varaði við því að forsendur fyrir núverandi kjarasamningum gætu brostið. Hann segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar ekki vera vel tímasettar. „Við höfum bent á að þó við séum fylgjandi skattalækkunum, einkum ef þeim er beitt til tekjujöfnunar og ef þær eru ekki fjármagnaðar með niðurskurði í velferðarkerfinu, þá séu þessar skattalækkanir ekki vel tímasettar. Það er ljóst í mínum huga að ef við eigum að vinna okkur út úr þeirri stöðu sem efnahagsmálin eru sannarlega komin í verður ríkisstjórnin að koma að lausninni með afdráttarlausum hætti," segir Grétar. Fulltrúar verkalýðsfélaga áttu fund með forsætisráðherra í vikunni. Grétar segir að áhersla hafi verið lögð á að ekki kæmi til uppsagna samninga. Hann segir að bæði stjórnvöld og atvinnurekendur þurfi að spila einhverju bitastæðu út svo það megi verða. Misnotkun á erlendu vinnuafli var einnig gagnrýnd. Í inngangi að skýrslu forseta Alþýðusambandsins segir Grétar að stjórnvöld bregðist ekki við aðstæðum. „Það vantar tilfinnanlega að sett séu lög um starfsemi svokallaðra starfsmannaleiga. Eftir þessu hefur verkalýðshreyfingin ítrekað kallað, en félagsmálaráðherra og stjórnvöld ekki brugðist við með nauðsynlegri snerpu." Forseti sambandsins fagnaði 65 ára afmæli sínu við setningu fundarins og var honum færð gjöf af þessu tilefni. „Það jaðrar við að maður sé klökkur jafnvel þó þetta sé ekkert sérstakt afmæli," sagði Grétar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent