Innlent

Innbrot í Mosfellsbæ

Um klukkan sjö í gærmorgunn var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um mann sem hafði ætt inn í íbúðarhús að Furubyggð í Mosfellsbæ. Maðurinn sem var í annarlegu ástandi veittist að heimilisfólkinu og virtist vera búinn að tapa öllu veruleikaskini. Húsráðendur náðu að buga manninnn og héldu honum niðri þar til lögregla kom á staðinn. Hann var fluttur í fangageymslur lögreglu og látinn sofa úr sér áður en hann var yfirheyrður.  Húsráðendur þekktu ekki manninn og ekki er vitað hvaða erindi hann átti í húsið. Litið er á málið sem Húsbrot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×