Innlent

Skutu á vegfarendur með loftbyssu

Lögreglunni á Akureyri barst á laugardagskvöldið tilkynning um að tveir unglingspiltar væru að ógna fólki með skotvopni í miðbænum. Piltarnir voru farþegar í bíl og gerðu sér það að leik að skjóta á fólk út um gluggann. Lögregla hafði hendur í hári piltanna og lagði hald á vopnið sem reyndist vera loftskammbyssa. Engin meiðsl urðu á fólki en piltarnir, sem eru 14 og 16 ára, verða kærðir fyrir brot á vopnalögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×