Kosið verði að nýju um sameiningar 9. október 2005 00:01 „Niðurstaðan kemur að nokkru leyti á óvart því skoðanakannanir höfðu gefið vísbendingar um að meiri vilji væri fyrir sameiningu en raunin er. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja en ég á von á því að í kjölfarið muni sveitarstjórnarmenn taka upp þráðinn og halda áfram að fækka sveitarfélögum, ekki ólíkt því sem gerðist eftir kosningarnar 1993," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Hann segir að með niðurstöðunum úr kosningunum um sameiningu sveitarfélaga hafi íbúar þeirra sveitarfélaga sem í hlut áttu sagt skoðun sína með býsna afgerandi hætti. „Það er ekki nema í tveimur tillögum sem fer fram endurkosning og ein tillaga var samþykkt. Þetta er niðurstaðan í lýðræðislegri kosningu sem menn munu að sjálfstögðu una," segir Árni. Spurður hvernig sveitar--stjórnar-menn geti haft áhrif á sameiningu í ljósi þessara úrslita segir Árni að þeir geti ákveðið sín á milli að efna til kosninga um nýjar tillögur. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það og yrði ég ekki hissa ef það gerðist í kjölfarið," segir Árni. Hann segist ekki eiga neina einhlíta skýringu á niðurstöðunum. „Kosninga-þátttaka var ekki nema rétt um þriðjungur og það er eðli þess kerfis sem við höfum verið sammála að nota að neitunarvaldið er ríkt. Þó svo að það séu tæp 45 prósent í heild sem samþykkja sameiningu er niðurstaðan sú að fleiri hafna sameiningu. Fyrst við höfum valið þessa aðferð verðum við að vera tilbúin að taka niðurstöðunni," segir hann. Spurður hvort til greina komi að breyta lögum um kosningar sem þessar, til að mynda með því að krefjast lágmarksþátttöku segist Árni síður eiga von á því að jafn víðtæk tilraun og þessi muni eiga sér stað í bráð. „Rætt hefur verið um hvort breyta eigi lögum um lágmarksíbúafjölda. Ég mun ekki beita mér fyrir því en býst við því að umræða um það fari í gang í kjölfar þessara kosninga," segir hann. Árni bendir á að sameiningu hafi verið hafnað í mörgum smáum sveitarfélögum og segir það umhugsunarefni. Spurður hvað hann lesi út úr því segir hann: „Það segir mér fyrst og fremst að íbúar telji sig geta vel við unað en ég hef sjálfur miklar efasemdir um að smá sveitarfélög geti veitt alla þá þjónustu sem lög kveða á um og íbúar gera kröfu um," segir Árni. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
„Niðurstaðan kemur að nokkru leyti á óvart því skoðanakannanir höfðu gefið vísbendingar um að meiri vilji væri fyrir sameiningu en raunin er. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja en ég á von á því að í kjölfarið muni sveitarstjórnarmenn taka upp þráðinn og halda áfram að fækka sveitarfélögum, ekki ólíkt því sem gerðist eftir kosningarnar 1993," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Hann segir að með niðurstöðunum úr kosningunum um sameiningu sveitarfélaga hafi íbúar þeirra sveitarfélaga sem í hlut áttu sagt skoðun sína með býsna afgerandi hætti. „Það er ekki nema í tveimur tillögum sem fer fram endurkosning og ein tillaga var samþykkt. Þetta er niðurstaðan í lýðræðislegri kosningu sem menn munu að sjálfstögðu una," segir Árni. Spurður hvernig sveitar--stjórnar-menn geti haft áhrif á sameiningu í ljósi þessara úrslita segir Árni að þeir geti ákveðið sín á milli að efna til kosninga um nýjar tillögur. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það og yrði ég ekki hissa ef það gerðist í kjölfarið," segir Árni. Hann segist ekki eiga neina einhlíta skýringu á niðurstöðunum. „Kosninga-þátttaka var ekki nema rétt um þriðjungur og það er eðli þess kerfis sem við höfum verið sammála að nota að neitunarvaldið er ríkt. Þó svo að það séu tæp 45 prósent í heild sem samþykkja sameiningu er niðurstaðan sú að fleiri hafna sameiningu. Fyrst við höfum valið þessa aðferð verðum við að vera tilbúin að taka niðurstöðunni," segir hann. Spurður hvort til greina komi að breyta lögum um kosningar sem þessar, til að mynda með því að krefjast lágmarksþátttöku segist Árni síður eiga von á því að jafn víðtæk tilraun og þessi muni eiga sér stað í bráð. „Rætt hefur verið um hvort breyta eigi lögum um lágmarksíbúafjölda. Ég mun ekki beita mér fyrir því en býst við því að umræða um það fari í gang í kjölfar þessara kosninga," segir hann. Árni bendir á að sameiningu hafi verið hafnað í mörgum smáum sveitarfélögum og segir það umhugsunarefni. Spurður hvað hann lesi út úr því segir hann: „Það segir mér fyrst og fremst að íbúar telji sig geta vel við unað en ég hef sjálfur miklar efasemdir um að smá sveitarfélög geti veitt alla þá þjónustu sem lög kveða á um og íbúar gera kröfu um," segir Árni.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira