Minni sveitarfélög sögðu nei 9. október 2005 00:01 Þátttaka í sameiningarkosningum 61 sveitarfélags var misgóð í gær, en kosið var um 16 sameiningartillögur. Kjörsókn var þó víða góð í minni sveitarfélögum, sérstaklega þar sem fólk flykktist um að hafna sameiningu líkt og talið var að raunin væri í Grýtubakkahreppi þar sem 80 prósent höfðu kosið um miðjan dag í gær. Sömu sögu er að segja í Vogum þar sem íbúar höfnuðu sameiningu við Hafnarfjörð, en þátttaka þar nam um 75 prósentum. Hafnfirðingar samþykktu hins vegar sameininguna í dræmri kjörsókn, sem var bara 14 prósent og er því niðurstaðan endanleg. Til að kosið sé aftur þarf meirihluti allra íbúa sveitarfélaga sem þátt tóku að hafa verið fylgjandi sameiningu. Upphaflega var stefnt að því að sameina Voga Reykjanesbæ, en hætt var við það eftir skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa og sýndi að þeir vildu frekar sameinast Hafnarfirði. Í því ljósi þykir niðurstaða kosninganna koma nú nokkuð á óvart. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hefðu kosið að fyrir lægi niðurstaða endurskoðunarnefndar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga áður en gengið yrði til kosninga, en fyrsti fundur nefndarinnar er boðaður eftir um viku. „Þarna er algjörlega öfugt í hlutina farið og þetta held ég að hafi truflað kosningarnar mjög. Menn telja sig geta haldið öllu heima þrátt fyrir að hafa lítið í höndunum um hvernig þeir ætla að standa undir aukinni þjónustu og verkefnum, sveitarfélög sem eru með þriðjung og allt upp í helming af sínum tekjum beint úr Jöfnunarsjóði. Það er ekkert sem segir að þær tekjur verði til áfram.“ Í uppsveitum Árnessýslu var sameiningu hafnað þó svo að tvö sveitarfélög sem þátt tóku hefðu samþykkt hana, en það voru Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Hún var hins vegar felld í Hrunamannahreppi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar sem fleiri sem afstöðu tóku höfnuðu tillögunni en samþykktu er niðurstaðan endanleg og verður því ekki kosið aftur þar. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða í hverju sveitarfélagi sker úr um hvort það sameinast. Til sameiningar þarf samþykki íbúa í öllum sveitarfélögunum sem málið varðar, en ef meirihluti þeirra sem afstöðu tekur í atkvæðagreiðslunni lýsir sig fylgjandi sameiningu, á að kjósa aftur innan sex vikna í sveitarfélögum þar sem sameiningu var hafnað. Þannig fá íbúar Reykhólahrepps tækifæri til að kjósa aftur um sömu sameiningartillögu innan 6 vikna, því þó að henni hafi verið hafnað, þá samþykktu hana íbúar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Þátttaka í sameiningarkosningum 61 sveitarfélags var misgóð í gær, en kosið var um 16 sameiningartillögur. Kjörsókn var þó víða góð í minni sveitarfélögum, sérstaklega þar sem fólk flykktist um að hafna sameiningu líkt og talið var að raunin væri í Grýtubakkahreppi þar sem 80 prósent höfðu kosið um miðjan dag í gær. Sömu sögu er að segja í Vogum þar sem íbúar höfnuðu sameiningu við Hafnarfjörð, en þátttaka þar nam um 75 prósentum. Hafnfirðingar samþykktu hins vegar sameininguna í dræmri kjörsókn, sem var bara 14 prósent og er því niðurstaðan endanleg. Til að kosið sé aftur þarf meirihluti allra íbúa sveitarfélaga sem þátt tóku að hafa verið fylgjandi sameiningu. Upphaflega var stefnt að því að sameina Voga Reykjanesbæ, en hætt var við það eftir skoðanakönnun sem gerð var meðal íbúa og sýndi að þeir vildu frekar sameinast Hafnarfirði. Í því ljósi þykir niðurstaða kosninganna koma nú nokkuð á óvart. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hefðu kosið að fyrir lægi niðurstaða endurskoðunarnefndar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga áður en gengið yrði til kosninga, en fyrsti fundur nefndarinnar er boðaður eftir um viku. „Þarna er algjörlega öfugt í hlutina farið og þetta held ég að hafi truflað kosningarnar mjög. Menn telja sig geta haldið öllu heima þrátt fyrir að hafa lítið í höndunum um hvernig þeir ætla að standa undir aukinni þjónustu og verkefnum, sveitarfélög sem eru með þriðjung og allt upp í helming af sínum tekjum beint úr Jöfnunarsjóði. Það er ekkert sem segir að þær tekjur verði til áfram.“ Í uppsveitum Árnessýslu var sameiningu hafnað þó svo að tvö sveitarfélög sem þátt tóku hefðu samþykkt hana, en það voru Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Hún var hins vegar felld í Hrunamannahreppi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Þar sem fleiri sem afstöðu tóku höfnuðu tillögunni en samþykktu er niðurstaðan endanleg og verður því ekki kosið aftur þar. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða í hverju sveitarfélagi sker úr um hvort það sameinast. Til sameiningar þarf samþykki íbúa í öllum sveitarfélögunum sem málið varðar, en ef meirihluti þeirra sem afstöðu tekur í atkvæðagreiðslunni lýsir sig fylgjandi sameiningu, á að kjósa aftur innan sex vikna í sveitarfélögum þar sem sameiningu var hafnað. Þannig fá íbúar Reykhólahrepps tækifæri til að kjósa aftur um sömu sameiningartillögu innan 6 vikna, því þó að henni hafi verið hafnað, þá samþykktu hana íbúar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira