Íbúar hafna víða sameiningu 9. október 2005 00:01 „Niðurstaðan kemur á óvart, ekki síst í ljósi margítrekaðra samþykkta sveitarstjórnarmanna um vilja til sameiningar. Hún hlýtur að vera sveitarstjórnarmönnum veruleg vonbrigði,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um niðurstöður sameiningarkosninga sveitarfélaga sem fram fóru í gær. Árni sagðist telja að í niðurstöðunum endurspeglaðist skoðun íbúa landsins á því hvernig þeir vildu sjá sín sveitarfélög og sá vilji skaraðist við vilja sveitarstjórnarmanna. Hann furðaði sig þó nokkuð á niðurstöðunni, enda hefðu skoðanakannanir meðal almennings bent til þess sama og komið hefði fram í samþykktum sveitarstjórnarmanna. „En niðurstaðan er þessi í lýðræðislegri kosningu.“ Þá segir Árni merkilegt að sjá hveru sláandi lítil þátttaka hafi verið í kosningunum í stærri sveitarfélögum meðan í sumum þeirra smærri hafi íbúar flykkst á kjörstað til að hafna sameiningu. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með kjörsóknina í Hafnarfirði. Hann sagðist hafa vonast eftir um 30 prósenta þátttöku, en raunin varð 14 prósent. „Í stærri sveitarfélögum virðist fólki þetta ekki vera neitt stórmál, enda er þetta fyrst og fremst mál minni sveitarfélaga,“ segir hann og kveðst jafnframt hafa orðið var við áberandi neikvæðan tón til sameiningarhugmyndanna í smærri sveitarfélögunum. „Það sem gerir erfitt að ræða þessi mál til fullnustu er til dæmis að ekki liggja fyrir skýrar línur stöðu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og því ekki ljóst hver fjárhagsleg staða þessara sveitarfélaga verður eftir þær breytingar sem verið er að boða.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Niðurstaðan kemur á óvart, ekki síst í ljósi margítrekaðra samþykkta sveitarstjórnarmanna um vilja til sameiningar. Hún hlýtur að vera sveitarstjórnarmönnum veruleg vonbrigði,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um niðurstöður sameiningarkosninga sveitarfélaga sem fram fóru í gær. Árni sagðist telja að í niðurstöðunum endurspeglaðist skoðun íbúa landsins á því hvernig þeir vildu sjá sín sveitarfélög og sá vilji skaraðist við vilja sveitarstjórnarmanna. Hann furðaði sig þó nokkuð á niðurstöðunni, enda hefðu skoðanakannanir meðal almennings bent til þess sama og komið hefði fram í samþykktum sveitarstjórnarmanna. „En niðurstaðan er þessi í lýðræðislegri kosningu.“ Þá segir Árni merkilegt að sjá hveru sláandi lítil þátttaka hafi verið í kosningunum í stærri sveitarfélögum meðan í sumum þeirra smærri hafi íbúar flykkst á kjörstað til að hafna sameiningu. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með kjörsóknina í Hafnarfirði. Hann sagðist hafa vonast eftir um 30 prósenta þátttöku, en raunin varð 14 prósent. „Í stærri sveitarfélögum virðist fólki þetta ekki vera neitt stórmál, enda er þetta fyrst og fremst mál minni sveitarfélaga,“ segir hann og kveðst jafnframt hafa orðið var við áberandi neikvæðan tón til sameiningarhugmyndanna í smærri sveitarfélögunum. „Það sem gerir erfitt að ræða þessi mál til fullnustu er til dæmis að ekki liggja fyrir skýrar línur stöðu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og því ekki ljóst hver fjárhagsleg staða þessara sveitarfélaga verður eftir þær breytingar sem verið er að boða.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira