Erlent

Þrír látnir eftir sjálfsmorðsárásir í Kabúl

Herbíll brennur eftir fyrri sjálfsmorðsárásina í Kabúl í dag.
Herbíll brennur eftir fyrri sjálfsmorðsárásina í Kabúl í dag. MYND/AP

Að minnsta kosti þrír hafa látist í tveimur bílsprengjuárásum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag. Friðargæsluliði á vegum NATO og grunaður sjálfsmorðsárásarmaður létust og fjórir særðust í fyrri sprengingunni í austurhluta borgarinnar og þá lést einn þegar sprengja sprakk í bíl í vegkanti í borginni. Þá herma fregnir að þriðju árásinni hafi verið afstýrt. Ekki er ljóst hver ber ábyrgð á árásunum en uppreisnarmenn í Afganistan hafa í auknum mæli notað sjálfsmorðsárásir til að valda sem mestum skaða meðal bandarískra hermanna og friðargæsluliða á vegum NATO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×