Erlent

Páfi lengur á sjúkrahúsi

Sjúkrahúslega Jóhannesar Páls II páfa verður nokkrum dögum lengri en talið var í síðustu viku. "Læknar hans hafa ráðlagt honum að dvelja hér nokkra daga í viðbót," sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður og samstarfsmaður páfa. Navarro-Valls sagði að heilsa páfa færi batnandi, hann væri hitalaus, mataðist reglulega og hefði setið í stól sínum nokkrar klukkustundar á dag að undanförnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×