Innlent

Stærstur hluti Símafjár í skuldir

Stærstum hluta af söluandvirði Landsímans, tæpum sextíu og sjö milljörðum, verður varið til að greiða niður erlendar skuldir. Fjörutíu og þrír milljarðar fara í ýmis verkefni, meðal annars til að byggja upp nýtt hátæknisjúkrahús. Þá verður fimmtán milljörðum varið til vegagerðar, þar af rúmum tíu milljörðum til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu, mestu í Sundabraut. Andvirði Símans var greitt inn á reikning ríkisins í dag og er þetta hæsta greiðsla sem ríkinu hefur borist í allri sögu landsinsþ Ákvörðun um hvernig verja beri andvirðinu var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í dag og fréttamönnum síðdegis. Málið verður lagt fyrir sem frumvarp á Alþingi í haust. Með þessu lýkur stæstu einkavæðingu Íslandssögunnar og jafnframt hefur ríkið dregið sig alfarið úrs amkeppnisrekstri í fjarskiptaþjónustu. Alls verður varið átján milljörðum til að byggja upp nýtt hátæknisjúkrahús en það nemur um helmingi áætlaðs kostnaðar við bygginguna. Þá verður varið fimmtán milljörðum til vegagerðar, mest á höfuðborgarsvæðinu, eða rúmum tíu milljörðum þar af mest í Sundabrautina. Þá verður að mestu lokið við tvöföldun Reykjanesbrutar auk framkvæmda við helstu þjóðvegi á landinu. Með þessu verður framkvæmdafé til vegagerðar meira en tvöfaldað á tímabilinu 2007 til 2010 þegar framkvæmdir eiga að standa yfir. Þremur milljörðum verður varið til kaupa á Varðskipi og flugvél fyrir Landhelgisgsæluna, tveimur og hálfum milljarði til að styrkja stöðu Nýsköpunarsjóðs, tveimur og hálfum milljarði til að ljúka við farsímavæðingu á þjóðvegi númer eutt og efla stórlega aðgang að háhraðatenginginum. Einum milljarði verður varið í að fjölga búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða og einum til nýbyggingar fyrir stofnun íslenskra fræða, Árnastofnun. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir að full sátt hafi verið um málið hjá stjórnarflokkunum. Hann sagði málið hafa verið tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun og samþykkt þar og síðan fengu þeir fullt umboð stjórnarflokkanna til að legga málið fram á Alþingi í upphafi þings sem stjórnarfrumvarp. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, segir að nýtt sjúkrahús komi til með að þýða mikinn sparnað fyrir þjóðarbúið. Hann sagðist hafa verið ánægður með að stór hluti peninganna hafi verið settur í sjúkrahús. Hann sagði að verið væri að byggja sjúkrahúsið upp á einum stað og þar með verður rekstrarkostnaður minni og betri aðstaða fyrir hjúkrunarfólk, lækna og sjúklinga. Með þessum fjármunum er hægt að byggja helminginn og þá verður auðvelt að skapa fé til að fara í framhaldið. Þeim hluta söluandvirðisins sem greiddur er í erlendri mynt, rúmum þrjátíu og tveimur miljörðum verður varið strax til að greiða niður erlendar skuldir. Afgangurinn verður lagður inn á reikning til ársins 2007, þegar umræddar framkvæmdir hefjast. Þetta á að skila ríkissjóði umtalsverðum vaxtatekjum sem nema helmingi hærri upphæð en arðgreiðslur frá Landsímanum að jafnaði síðustu ár. Jón Kristjánsson segir þetta gleðidag fyrir heilbrigðisþjónustuna. Þeim hluta söluandvirðisins sem greiddur er í erlendri mynt, rúmum þrjátíu og tveimur miljörðum verður varið strax til að greiða niður erlendar skuldir. Afgangurinn verður lagður inn á reikning til ársins 2007, þegar umræddar framkvæmdir hefjast. Þetta á að skila ríkissjóði umtalsverðum vaxtatekjum sem nema helmingi hærri upphæð en arðgreiðslur frá Landsímanum að jafnaði síðustu ár. Jón Kristjánsson segir þetta gleðidag fyrir heilbrigðisþjónustuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×