Erlent

Lækkandi olíuverð

Olíuverð hefur lækkað töluvert undanfarna daga og er nú lægra en það var áður en fellibylurinn Katrín gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Verðið á olíutunnu á mörkuðum í Bandaríkjunum er nú tæpir sextíu og sjö dollarar en ástæður lækkunarinnar eru ákvörðun iðnríkja að veita olíu úr neyðarbirgðum á markað auk þess sem olíuhreinsunarstöðvar við Mexíkóflóa eru margar hverjar teknar til starfa á ný. Þessu til viðbótar koma áhyggjur á mörkuðum af því að fólk dragi úr neyslu vegna óöryggis í kjölfar fellibylsins Katrínar og áhrifa hennar á verðlag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×