Erlent

29 fórust í eldsvoða

Talið er að tuttugu og níu manns hafi farist og um fjörtíu slasast þegar eldur kom upp í leikhúsi í Egyptalandi í gærkvöld. Atvikið átti sér stað með þeim hætti að einn leikarinn missti kerti á gólfið með þeim afleiðingum að eldur breiddist út á miklum hraða um leikhúsið, en sviðið var að mestu gert úr pappír. Leikhúsgestir ruddust út um neyðarútgang sem var aðeins einn og tróðuðst margir undir í látunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×