Hluthöfum lofað skjótfengnum gróða 7. október 2005 00:01 Svo virðist sem hluthöfum í Skúlason Limited hafi verið lofað skjótfengnum gróða, fjárfestu þeir í fyrirtækinu. Grunur leikur á að fleiri íslensk fyrirtæki en Skúlason Limited tengist rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. Fréttastofan náði sambandi við þrjá breska hluthafa í Skulason Limited í dag. Einn þeirra, Edward James Tinsley, sagðist hafa keypt bréfin í janúar eftir að breskt verðbréfafyrirtæki hafði samband við hann. Hann fjárfesti fyrir rúmar 200 þúsund krónur. Tinsley segir hagnaðarvonina hafa falist í því að fyrirtækið ætlaði á almennan hlutabréfamarkað í janúar á næsta ári. Svipaða sögu höfðu aðrir hluthafar að segja. Dave Jones, talsmaður efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, segir að staðan sé þannig að lögreglan verði að sjá hvaða upplýsingar hafi komið út úr húsleitinni. Það verði að greina þær, rannsaka og meta og þetta verði langt og flókið ferli. Jóhannes Skúlason, framkvæmdastjóri Skúlasonar ehf. og annar af stærstu hluthöfum Skúlasonar Limited, segir að hann hafi rætt við rúmlega eitt hundrað manns þegar hann reyndi að selja hlutabréf í fyrirtækinu. Áform fyrirtækisins í Bretlandi hafi verið þau að koma upp símsölu og símsvörun líkt og á Íslandi. Þau áform stæðu enn þá til. Hann sagði ennfremur að til stæði að fyrirtækið færi á markað í Bretlandi í framtíðinni, en fyrirtækið hefur ekki hafið neina starfsemi þar í landi aðra en að kynna fyrirtækið. Jóhannes var spurður hvort allt hlutaféð frá þessum 175 bresku aðilum hefði skilað sér. Hann sagðist halda það og ekki vita annað. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í framkvæmdastjóra Skúlasonar Limited í Bretlandi. Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Svo virðist sem hluthöfum í Skúlason Limited hafi verið lofað skjótfengnum gróða, fjárfestu þeir í fyrirtækinu. Grunur leikur á að fleiri íslensk fyrirtæki en Skúlason Limited tengist rannsókn á umfangsmiklu peningaþvætti. Fréttastofan náði sambandi við þrjá breska hluthafa í Skulason Limited í dag. Einn þeirra, Edward James Tinsley, sagðist hafa keypt bréfin í janúar eftir að breskt verðbréfafyrirtæki hafði samband við hann. Hann fjárfesti fyrir rúmar 200 þúsund krónur. Tinsley segir hagnaðarvonina hafa falist í því að fyrirtækið ætlaði á almennan hlutabréfamarkað í janúar á næsta ári. Svipaða sögu höfðu aðrir hluthafar að segja. Dave Jones, talsmaður efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, segir að staðan sé þannig að lögreglan verði að sjá hvaða upplýsingar hafi komið út úr húsleitinni. Það verði að greina þær, rannsaka og meta og þetta verði langt og flókið ferli. Jóhannes Skúlason, framkvæmdastjóri Skúlasonar ehf. og annar af stærstu hluthöfum Skúlasonar Limited, segir að hann hafi rætt við rúmlega eitt hundrað manns þegar hann reyndi að selja hlutabréf í fyrirtækinu. Áform fyrirtækisins í Bretlandi hafi verið þau að koma upp símsölu og símsvörun líkt og á Íslandi. Þau áform stæðu enn þá til. Hann sagði ennfremur að til stæði að fyrirtækið færi á markað í Bretlandi í framtíðinni, en fyrirtækið hefur ekki hafið neina starfsemi þar í landi aðra en að kynna fyrirtækið. Jóhannes var spurður hvort allt hlutaféð frá þessum 175 bresku aðilum hefði skilað sér. Hann sagðist halda það og ekki vita annað. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í framkvæmdastjóra Skúlasonar Limited í Bretlandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira