Innlent

Hóta verkfalli ef ekki semst

Sjúkraliðar á fimmtán heilbrigðisstofnunum hóta verkfalli ef ekki nást samningar mjög fljótt um kaup þeirra og kjör. Sjúkraliðarnir vinna hjá fyrirtækjum innan raða Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Engir samningar hafa náðst og segja sjúkraliðar að þolinmæði þeirra sé á þrotum. Sjúkraliðar komu saman til fundar í dag og samþykktu ályktun þar sem lýst er megnri óánægju með hve mikill dráttur hefur orðið á að ganga frá samningum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu annars vegar og Sjúkraliðafélags Íslands hins vegar. Fundarmenn kröfðust þess að þegar yrði gengið frá nýjum kjarasamningi og að hann gilti frá 1. mars síðast liðnum. Gangi þetta ekki eftir segjast sjúkraliðar ætla að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og hefja undirbúning verkfalls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×