Innlent

Slysavarnarskóli sjómanna 20 ára

Slysavarnaskóli sjómanna fagnar í dag tuttugu ára afmæli sínu. Það var Slysavarnarfélag Íslands, sem nú heitir Slysavarnarfélagið Landsbörg, sem setti skólann á laggirnar. Skólinn sinnir allri öryggisfræðslu fyrir sjómenn. Tæplega tuttugu og tvö þúsund nemendur hafa sótt námskeið við skólann en í næstu viku heldur skólinn sitt þúsundasta námskeið. Fjölmargir sjómenn hafa þakkað námi við skólann lífgjöfina þegar neyð hefur skapast um borð í skipum. Auk þess að sinna fræðslu til sjómanna fer þjálfun áhafna björgunarskipa Slysavarnafélagsins fram í skólanum. Tímamótum skólans verður minnst með því að björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu sigla inn í Reykjavíkurhöfn og að skólaskipinu Sæbjörgu skólanum til heiðurs. Skotið verður flugeldum og neyðarblys tendruð af tilefninu um hálf sex leytið í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×