Innlent

Mótmæla ráðningu Þorsteins

Stjórn Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, mótmælir þeirri ráðstöfun forsætisnefndar Alþingis að ráða sendiherra og fyrrverandi ráðherra, sem enga reynslu hefur af ritun fræðirita, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Sem kunnugt er hefur nefndin falið Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, ritunina. Í ályktun frá stjórn Hagþenkis er skorað á forsætisnefnd að draga þessa ákvörðun til baka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×