Veik fyrir hvítum fötum 4. maí 2005 00:01 Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona á sér nokkrar uppáhaldsflíkur en það sem stendur upp úr eru nokkrar gamlar flíkur sem eiga sér skemmtilega sögu. "Rúskinnsjakkinn með loðkraganum sem Hilda móðursystir mín átti er í miklu uppáhaldi sem og gullhælaskór frá ömmu vinkonu minnar, þeir eru örugglega eina parið í heiminum sinnar tegundar og eru alveg æðislegir. Ég er alltaf svolítið veik fyrir hvíta litnum og brúnum tónum og verð þá að minnast á brúna pilsið mitt frá Karen Millen sem er skreytt perlum og glingri, mjög fallegt og þægilegt. Blúndupilsið úr Spútnik er líka algjört uppáhalds. Ég hugsa nú samt ekki mikið um tískuna og mér líður eiginlega best í útigalla uppí sveit, en þegar kemur að fatainnkaupum er ég hrifnust af svolítið sérstökum hlutum sem finnast á mörkuðum í útlöndum og ég vonast til að komast á einn slíkan í sumar."Um þessar mundir er Arnbjörg að leika í barnaleikritinu Klaufar og kóngsdætur, er í tökum á nýrri stuttmynd og mörg önnur skemmtileg verkefni eru framundan. Mestan tíma taka þó æfingar fyrir Eurovisionkeppnina í Kænugarði þann 19. maí en þar mun Arnbjörg stíga á svið með Selmu, dönsurunum Álfrúnu, Lovísu og Aðalheiði og bakraddasöngkonunni Regínu Ósk. Hópurinn er farinn að hlakka til enda styttist óðum í að hann fljúgi yfir hafið til Úkraínu og kynni framlag Íslendinga til keppninnar í ár. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona á sér nokkrar uppáhaldsflíkur en það sem stendur upp úr eru nokkrar gamlar flíkur sem eiga sér skemmtilega sögu. "Rúskinnsjakkinn með loðkraganum sem Hilda móðursystir mín átti er í miklu uppáhaldi sem og gullhælaskór frá ömmu vinkonu minnar, þeir eru örugglega eina parið í heiminum sinnar tegundar og eru alveg æðislegir. Ég er alltaf svolítið veik fyrir hvíta litnum og brúnum tónum og verð þá að minnast á brúna pilsið mitt frá Karen Millen sem er skreytt perlum og glingri, mjög fallegt og þægilegt. Blúndupilsið úr Spútnik er líka algjört uppáhalds. Ég hugsa nú samt ekki mikið um tískuna og mér líður eiginlega best í útigalla uppí sveit, en þegar kemur að fatainnkaupum er ég hrifnust af svolítið sérstökum hlutum sem finnast á mörkuðum í útlöndum og ég vonast til að komast á einn slíkan í sumar."Um þessar mundir er Arnbjörg að leika í barnaleikritinu Klaufar og kóngsdætur, er í tökum á nýrri stuttmynd og mörg önnur skemmtileg verkefni eru framundan. Mestan tíma taka þó æfingar fyrir Eurovisionkeppnina í Kænugarði þann 19. maí en þar mun Arnbjörg stíga á svið með Selmu, dönsurunum Álfrúnu, Lovísu og Aðalheiði og bakraddasöngkonunni Regínu Ósk. Hópurinn er farinn að hlakka til enda styttist óðum í að hann fljúgi yfir hafið til Úkraínu og kynni framlag Íslendinga til keppninnar í ár.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira