Erlent

Tilræðismaður yfirheyrður í Róm

Breskir lögreglumenn halda til Rómar á þriðjudaginn kemur til að yfirheyra Hamdi Issac, einn fjórmenninganna sem sagðir eru hafa staðið á bak við í misheppnaðar sprengjuárásir í Lundúnum 21. júlí. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni innan dómskerfis Ítalíu. Hann segir að yfirheyrslurnar muni að öllum líkindum fara fram í fangelsinu þar sem Issac er haldið en með þeim reyna lögreglumennirnir að varpar skýrara ljósi á tilræðin. Hamdi Issac, sem einnig gengur undir nafninu Osman Hussein, hefur að sögn lögmanns síns játað aðild að sprengjutilræðunum en segist ekki hafa ætlað að drepa neinn. Bresk yfirvöld hafa þegar farið fram á framsal Issacs og verður krafa þeirra tekin fyrir á Ítalíu 19. ágúst en Issac hefur sagst munu berjast gegn því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×