Erlent

Vilja slíta tengsl við Ísrael

Stjórnarandstöðuflokkarnir í Máritaníu þrýsta nú á herforingjana sem rændu völdum í vikunni að slíta öll formleg tengsl við Ísrael. Fyrrverandi forseti landins sem hrakinn var frá völdum kom á stjórnmálasambandi við Ísraelsríki fyrir nokkrum árum við lítinn fögnuð margra íslamskra hópa í landinu. Valdaræningjarnir hafa sagst ætla að halda kosningar eftir tvö ár en hafa annars lítið látið uppi um hver stefna þeirra verði fram að því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×