Erlent

Kafbátur fastur á hafsbotni

Rússneskur kafbátur með sjö sjóliða innanborðs situr fastur á hafsbotni um 70 kílómetra úti við Kyrrahafsströnd Rússlands. Svo virðist sem kafbáturinn, sem er smár, hafi flækst í neti og þannig dregist niður á um 200 metra dýpi. Áætlað er að senda annan bát af svipaðri stærð til björgunaraðgerða. Misvísandi upplýsingar berast af því hversu mikið súrefni er um borð í bátnum og hversu lengi það muni endast sjóliðunum sjö. Allt frá einn sólarhingur upp í fimm hafa verið nefndir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×