Erlent

Verði brottræk fyrir öfgaskoðanir

MYND/AP
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, boðar viðamiklar breytingar á mannréttindalögum sem heimila að mönnum sé vísað úr landi vegna öfgafullra skoðana. Forsætisráðherra tilkynnti þetta á fundi með blaðamönnum nú rétt fyrir fréttir en þessi ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London í síðasta mánuði. Núgildandi lög um mannréttindi hamla því að yfirvöld grípi til slíkra aðgerða og þeim á að breyta. Skilaboðin til öfgamanna eru skýr að mati forsætisráðherra: Leikreglurnar munu breytast og taka til manna sem hafa hatursfullar skoðanir og hvetja til ofbeldis eins og hann orðaði það. Þeim sem taldir eru tengjast hryðjuverkahópum eða öfgasamtökum á einhvern hátt verður neitað um landvistarleyfi í Bretlandi og þeir sem fengið hafa breskan ríkisborgararétt gætu misst hann. Gerður verður listi yfir netsíður íslamskra öfgamanna, bókabúðir þeirra og samtök og það er út frá þeim lista sem haft verður upp á viðkomandi mönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×