Innlent

Vitorðsmaður sýkn

Í Kópavogi. Framleiðslan fór fram í húsi á mótum Hafnarbrautar og Vesturvarar.
Í Kópavogi. Framleiðslan fór fram í húsi á mótum Hafnarbrautar og Vesturvarar.

Héraðsdómur Reykja­­vík­ur dæmdi á fimmtudag rúm­lega fertug­an mann til fjórtán mán­aða fangels­is­vist­ar fyrir fram­leiðslu á um 110 grömmum af amfeta­míni og vörslu á efnum ætluðum til amfetamín­fram­leiðslu.

 Framleiðslan var talin hafa stað­ið um nokkurt skeið fram til nóv­em­berloka 2003. Fyrir dómi báru bæði maðurinn og vitorðsmaður hans að um tilraunaframleiðslu hefði verið að ræða. Vitorðsmaðurinn var sýknað­ur af ákærum en hann hefur áður ver­ið úr­skurð­að­ur ósak­­hæf­ur.Hann var haldinn ranghugmyndum og réðist á lækni.

Vitorðsmaðurinn situr í ör­ygg­is­­gæslu á réttargeðdeild­inni að Sogni í Ölfusi. Telur dómurinn ekki var­huga­­vert að slá því föstu að and­legt ástand ákærða hafi verið það sjúkt að hann hafi verið ófær um að stjórna gerðum sínum og því ósakhæfur, segir í dóminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×