Innlent

Sundabrautarfé ekki skilyrt

Sundabraut. Átta milljarðar af Símapeningum eru ekki skilyrtir við svonefnda innri leið.
Sundabraut. Átta milljarðar af Símapeningum eru ekki skilyrtir við svonefnda innri leið.

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir ekkert í frumvarpi til laga um ráðstöfun söluandvirðis Landsíma Íslands sem skilyrði framlag til Sundabrautar við svonefnda innri leið. Þetta kom fram í annarri umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær. Gert er ráð fyrir að verja alls átta milljörðum af símafénu í fyrri áfanga Sundabrautar á árunum 2007 til 2010.

"Það stendur hvergi í þessu frumvarpi að þessi leið sé skilyrt... Það hafa hins vegar ákveðnir aðilar kosið að túlka það með þeim hætti ¿ af hverju veit ég ekki ¿ að það væri skilyrt í þessu frumvarpi að þessi leið yrði farin nánast óbreytt," sagði Halldór.

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, fór fram á það á dögunum að ríkið hyrfi frá því að skilyrða framlagið við innri leiðina. Forsætisráðherra sagði í umræðunum að upphæðin tæki mið af tillögu Vegagerðarinnar en hún væri bundin lögum um að velja ávallt hagkvæmustu leið. "Lesa má ýmislegt út úr því. Langtímasjónarmið geta ráðið ferð," sagði Halldór.

Stjórnarandstöðuþingmenn fögnuðu yfirlýsingu forsætisráðherra og tóku undir það að framkvæmdirnar þyldu litla bið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×