Innlent

Grunnurinn að fjármálamiðstöð

"Sé ætlunin að koma á fót alþjóðlegri fjármálamiðstöð hér á Íslandi er fyrsta skrefið að fjölga tvísköttunarsamningum sem fyrst," segir Halldór Benjamín Þorbergsson hjá Viðskiptaráði. Ráðið hefur bent á að Ísland er eftirbátur nágrannalanda þegar kemur að slíkum samningum.

Aðeins hafa 24 slíkir verið gerðir hérlendis miðað við rúmlega 90 hjá Dönum. Slíkir samningar tryggja að fyrirtæki og einstaklingar eru ekki skattlögð í báðum löndum sé um starfsemi erlendis að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×