Innlent

Hafa úthlutað átján milljónum á árinu

Forseti Íslands óskar Maríu Vilborgu Guðbergsdóttur til hamingju með styrk að fjárhæð 150 þúsund króna sem Tónlistarfélagi Akureyrar var úthlutað.
Forseti Íslands óskar Maríu Vilborgu Guðbergsdóttur til hamingju með styrk að fjárhæð 150 þúsund króna sem Tónlistarfélagi Akureyrar var úthlutað.

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti síðastliðinn laugardag 26 einstaklingum og fulltrúum félagasamtaka styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði Kaupfélags Eyfirðinga en alls bárust 128 umsóknir.

Afhendingin fór fram í Listasafninu á Akureyri en samtals nam úthlutunin úr sjóðnum að þessu sinni rúmum 4,2 milljónum króna. Alls hefur um átján milljónum króna verið veitt til styrkja úr Menningar- og viðurkenningarsjóðnum á yfirstandandi ári og eru þá ótaldir styrkir við önnur tilfallandi verkefni sem nema samtals um tólf milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×