Innlent

Refsilaust innbrot

22 ára manni var ekki gerð sérstök refsing fyrir innbrot í leikskóla í Hafnarfirði í marslok og fyrir að hafa verið með tæpt gramm af kókaíni í bíl sínum, þar sem hann hafði eftir brotið verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir önnur brot. Hann fékk hins vegar 50.000 króna sekt fyrir að hafa verið með á sér 2,5 grömm af amfeta­míni sem lög­regla fann á honum í júlí­lok, eftir að tvegg­ja ára dómur­inn var kveð­inn upp.

32 ára félagi mannsins sem tók þátt í inn­brot­inu var hins veg­ar dæmd­ur í tvegg­ja mán­aða fang­elsi, skil­orðs­bund­ið í tvö ár, en dómur­inn var upp kveð­inn í Hér­aðs­dómi Reykja­ness á mánu­­dag. Verð­mæti þýfis­ins úr leik­skóla­num var talið nema rúmum 400.000 krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×