Innlent

Láta plata sig

Ný könnun sýn­ir að í hverjum mánuði fær einn af hverjum fjórum Banda­rík­ja­mönn­um tölvupóst þar sem reynt er að veiða upp úr þeim per­sónu­upp­lýs­ing­ar, svo sem notendanöfn og lykil­orð. Sjö af hverju tíu sem fá slíkar sendingar láta svo glepjast af þeim og telja þær frá raunverulegum fyrirtækjum, en ekki netþrjótum.

Netfyrirtækið America On­line og Landsnefnd um tölvu­öryggi gerðu könnunina, en sérstaklega var horft til svikamylla þar sem reynt er að plata skrán­ing­ar­upp­lýs­ing­ar úr fólki. Nærri þrír fjórðu aðspurðra, eða 74 prósent,sögðust nota tölvur sínar í rafrænum viðskiptum á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×