Innlent

Alþjóðleg í fyrsta sinn

Hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er hafinn undir­­bún­ing­ur að ráðstefnunni Björgun 2006, en hana á að halda dagana 20. til 22. október á næsta ári. Talsmenn Landsbjargar segja ráðstefnuna nú í fyrsta skipti alþjóðlega. Vegna þessa verða þau ný­mæli að boðið verður upp á túlka­þjón­ustu bæði á ensku og íslensku, auk þess sem fyrirlestrar verða á báðum tungumálunum.

"Einnig verður boðið upp á námskeið í ýms­um greinum á undan ráðstefnunni sem ættu að henta fyrir íslenska björgunarmenn jafnt sem erlenda gesti," segir í tilkynningu Landsbjargar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×