Innlent

Látið niðurfalla eftir sölu

Kristján Loftsson
Kristján Loftsson

Meiðyrðamál Páls Þórs Magnússonar í Sundi ehf. á hendur Krist­jáni Lofts­syni í Hval hefur ver­ið látið nið­ur falla. Frá þessu var geng­ið í fyrir­töku í málinu í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur fyrr í vik­unni.

"Þeir náðu sátt um málið utan réttar," segir Ástráður Haraldsson, lög­mað­ur Páls, sem kærði Kristján fyrir um­mæli í útvarpi um átök um Fest­ingu, félags í eigu Kers, sem meðal annars hélt utan um eign­ir olíu­félags­ins. "Þeir hafa síðan selt okkur sinn hlut og vildu ekki halda áfram með þetta," segir Krist­ján, sem einnig er stjórn­ar­for­­mað­ur Kers. Hann sagði í útvarpi að minni­hlut­inn í Fest­ingu hefði reynt að stela félag­inu með kol­ólög­legri hluta­fjár­aukn­ingu og kærði til Ríkis­lög­reglu­stjóra.

"Við erum nú búnir að senda lög­regl­unni bréf um að þeir hefðu selt okkur hlut sinn, en veit ekkert frekar hvað þeirri rann­sókn líður," segir Kristján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×