Innlent

185 milljónum úthlutað

Rannsóknarmiðstöð Íslands, Rannís, úthlutaði í gær 185 milljónum króna til rannsókna á sviði erfðatækni og örtækni. Fjórtán rannsóknarverkefni hlutu styrk til næstu tveggja ára. Fjögur verkefni sem fá styrk voru kynnt á blaðamannafundi í tilefni af styrkveitingunum.

Þau eru rannsóknir á stofnfrumum, arfgengum heilablæðingum, líf­nemum úr nanótækni og rannsóknir á örtækni til lyfjagjafar í auga. Rannsóknarverkefnin sem um ræðir eru sameiginlegt átak opinberra aðila og einkaaðila. Þekking á sviði erfðafræði og örtækni er á mismunandi stigi á Íslandi. Í erfðafræði búa Íslendingar yfir hlutfallslega mikilli þekkingu og búist er við góðum árangri í verkefnum sem tengjast rannsóknum á erfðum. Þekkingargrunnur í örtækni er hins vegar ekki mikill hér á landi og talin er mikil þörf á að styrkja rannsóknir þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×