Malt og appelsínstúlkan 5. desember 2005 09:00 Þrbjörg Mímisdóttir er bráðefnileg leik og söngkona. Þorgbjörg Erna Mímisdóttir er nafn sem fæstir kannast við. Þrátt fyrir það kannast flestir ef ekki allir landsmenn við hana í sjón, þar sem hún er litla stelpan sé lék svo eftirminnilega í auglýsingunum margfrægu um Egils malt og appelsín fyrir nokkrum árum síðan. Það má eiginlega segja að manni finnist jólin ekki vera byrjuð fyrr en Þorbjörg er byrjuð að syngja í sjónvarpinu. Aðspurð um það hvort hún sé mikið jólabarn svarar Þorbjörg því játandi. ,,Mér finnst mjög gaman þegar jólin koma. Skemmtilegast finnst mér að fara til frænku minnar og opna pakkana" segir hún og hlær. Þegar hún er spurð hvort hún trúi á jólasveininn stendur ekki á svari. "Já auðvitað trúi ég á jólasveininn. En ég trúi ekki á rauðu jólasveinana, ég trúi bara á gömlu íslensku jólasveinana í sauðskinnsskónum. Ég hef meira að segja reynt að nota videoupptökuvél til þess að komast að því hver þeirra gefi mér í skóinn. Það sást nú samt ekki mikið á þeim myndum, það var bara einhver grá klessa að gefa mér í skóinn." Þorbjörg er harðákveðin þegar kemur að því að velja framtíðarstarfið. "Ég ætla að verða bæði leikkona og söngkona, mig hefur alltaf langað til þess. Ég hef alltaf haft mjög gaman af leiklist og líka sönglist." Þorbjörg segist syngja mjög mikið hvert sem hún fer. "Ég er eiginlega alltaf syngjandi. Ég syng í skólanum og líka heima hjá mér. Ég er núna í námskeiði sem nefnist leik- og sönglist. Þá fer maður fyrst og æfir sig að syngja lög og svo fer maður í leiklist og býr til stutt leikrit. Svo sýnir maður það að lokum. Ég hef líka leikið í fleiri auglýsingum heldur en bara appelsín-auglýsingunni" segir hún ákveðin. "Ég hef leikið í skóauglýsingu og umferðarauglýsingu. Svo lék ég í einu leikriti, það hét Híbýli Vindanna. Svo hef ég líka leikið í tveim stuttmyndum. Önnur þeirra heitir Gamla Konan og hin heitir Munaðarleysinginn og þar lék ég munaðarleysingjann" segir Þorgbjörg stolt. Þegar hún er spurð að því hvort henni finnist Egils malt og appelsín raunverulega gott svarar hún því játandi. "Mér finnst það rosalega gott. Ég er alltaf að drekka það" segir hún að lokum og hlær. Gaman verður að fylgjast með þessari ungu og efnilegu leik-og söngkonu í framtíðinni. Menning Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
Þorgbjörg Erna Mímisdóttir er nafn sem fæstir kannast við. Þrátt fyrir það kannast flestir ef ekki allir landsmenn við hana í sjón, þar sem hún er litla stelpan sé lék svo eftirminnilega í auglýsingunum margfrægu um Egils malt og appelsín fyrir nokkrum árum síðan. Það má eiginlega segja að manni finnist jólin ekki vera byrjuð fyrr en Þorbjörg er byrjuð að syngja í sjónvarpinu. Aðspurð um það hvort hún sé mikið jólabarn svarar Þorbjörg því játandi. ,,Mér finnst mjög gaman þegar jólin koma. Skemmtilegast finnst mér að fara til frænku minnar og opna pakkana" segir hún og hlær. Þegar hún er spurð hvort hún trúi á jólasveininn stendur ekki á svari. "Já auðvitað trúi ég á jólasveininn. En ég trúi ekki á rauðu jólasveinana, ég trúi bara á gömlu íslensku jólasveinana í sauðskinnsskónum. Ég hef meira að segja reynt að nota videoupptökuvél til þess að komast að því hver þeirra gefi mér í skóinn. Það sást nú samt ekki mikið á þeim myndum, það var bara einhver grá klessa að gefa mér í skóinn." Þorbjörg er harðákveðin þegar kemur að því að velja framtíðarstarfið. "Ég ætla að verða bæði leikkona og söngkona, mig hefur alltaf langað til þess. Ég hef alltaf haft mjög gaman af leiklist og líka sönglist." Þorbjörg segist syngja mjög mikið hvert sem hún fer. "Ég er eiginlega alltaf syngjandi. Ég syng í skólanum og líka heima hjá mér. Ég er núna í námskeiði sem nefnist leik- og sönglist. Þá fer maður fyrst og æfir sig að syngja lög og svo fer maður í leiklist og býr til stutt leikrit. Svo sýnir maður það að lokum. Ég hef líka leikið í fleiri auglýsingum heldur en bara appelsín-auglýsingunni" segir hún ákveðin. "Ég hef leikið í skóauglýsingu og umferðarauglýsingu. Svo lék ég í einu leikriti, það hét Híbýli Vindanna. Svo hef ég líka leikið í tveim stuttmyndum. Önnur þeirra heitir Gamla Konan og hin heitir Munaðarleysinginn og þar lék ég munaðarleysingjann" segir Þorgbjörg stolt. Þegar hún er spurð að því hvort henni finnist Egils malt og appelsín raunverulega gott svarar hún því játandi. "Mér finnst það rosalega gott. Ég er alltaf að drekka það" segir hún að lokum og hlær. Gaman verður að fylgjast með þessari ungu og efnilegu leik-og söngkonu í framtíðinni.
Menning Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira