Malt og appelsínstúlkan 5. desember 2005 09:00 Þrbjörg Mímisdóttir er bráðefnileg leik og söngkona. Þorgbjörg Erna Mímisdóttir er nafn sem fæstir kannast við. Þrátt fyrir það kannast flestir ef ekki allir landsmenn við hana í sjón, þar sem hún er litla stelpan sé lék svo eftirminnilega í auglýsingunum margfrægu um Egils malt og appelsín fyrir nokkrum árum síðan. Það má eiginlega segja að manni finnist jólin ekki vera byrjuð fyrr en Þorbjörg er byrjuð að syngja í sjónvarpinu. Aðspurð um það hvort hún sé mikið jólabarn svarar Þorbjörg því játandi. ,,Mér finnst mjög gaman þegar jólin koma. Skemmtilegast finnst mér að fara til frænku minnar og opna pakkana" segir hún og hlær. Þegar hún er spurð hvort hún trúi á jólasveininn stendur ekki á svari. "Já auðvitað trúi ég á jólasveininn. En ég trúi ekki á rauðu jólasveinana, ég trúi bara á gömlu íslensku jólasveinana í sauðskinnsskónum. Ég hef meira að segja reynt að nota videoupptökuvél til þess að komast að því hver þeirra gefi mér í skóinn. Það sást nú samt ekki mikið á þeim myndum, það var bara einhver grá klessa að gefa mér í skóinn." Þorbjörg er harðákveðin þegar kemur að því að velja framtíðarstarfið. "Ég ætla að verða bæði leikkona og söngkona, mig hefur alltaf langað til þess. Ég hef alltaf haft mjög gaman af leiklist og líka sönglist." Þorbjörg segist syngja mjög mikið hvert sem hún fer. "Ég er eiginlega alltaf syngjandi. Ég syng í skólanum og líka heima hjá mér. Ég er núna í námskeiði sem nefnist leik- og sönglist. Þá fer maður fyrst og æfir sig að syngja lög og svo fer maður í leiklist og býr til stutt leikrit. Svo sýnir maður það að lokum. Ég hef líka leikið í fleiri auglýsingum heldur en bara appelsín-auglýsingunni" segir hún ákveðin. "Ég hef leikið í skóauglýsingu og umferðarauglýsingu. Svo lék ég í einu leikriti, það hét Híbýli Vindanna. Svo hef ég líka leikið í tveim stuttmyndum. Önnur þeirra heitir Gamla Konan og hin heitir Munaðarleysinginn og þar lék ég munaðarleysingjann" segir Þorgbjörg stolt. Þegar hún er spurð að því hvort henni finnist Egils malt og appelsín raunverulega gott svarar hún því játandi. "Mér finnst það rosalega gott. Ég er alltaf að drekka það" segir hún að lokum og hlær. Gaman verður að fylgjast með þessari ungu og efnilegu leik-og söngkonu í framtíðinni. Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Þorgbjörg Erna Mímisdóttir er nafn sem fæstir kannast við. Þrátt fyrir það kannast flestir ef ekki allir landsmenn við hana í sjón, þar sem hún er litla stelpan sé lék svo eftirminnilega í auglýsingunum margfrægu um Egils malt og appelsín fyrir nokkrum árum síðan. Það má eiginlega segja að manni finnist jólin ekki vera byrjuð fyrr en Þorbjörg er byrjuð að syngja í sjónvarpinu. Aðspurð um það hvort hún sé mikið jólabarn svarar Þorbjörg því játandi. ,,Mér finnst mjög gaman þegar jólin koma. Skemmtilegast finnst mér að fara til frænku minnar og opna pakkana" segir hún og hlær. Þegar hún er spurð hvort hún trúi á jólasveininn stendur ekki á svari. "Já auðvitað trúi ég á jólasveininn. En ég trúi ekki á rauðu jólasveinana, ég trúi bara á gömlu íslensku jólasveinana í sauðskinnsskónum. Ég hef meira að segja reynt að nota videoupptökuvél til þess að komast að því hver þeirra gefi mér í skóinn. Það sást nú samt ekki mikið á þeim myndum, það var bara einhver grá klessa að gefa mér í skóinn." Þorbjörg er harðákveðin þegar kemur að því að velja framtíðarstarfið. "Ég ætla að verða bæði leikkona og söngkona, mig hefur alltaf langað til þess. Ég hef alltaf haft mjög gaman af leiklist og líka sönglist." Þorbjörg segist syngja mjög mikið hvert sem hún fer. "Ég er eiginlega alltaf syngjandi. Ég syng í skólanum og líka heima hjá mér. Ég er núna í námskeiði sem nefnist leik- og sönglist. Þá fer maður fyrst og æfir sig að syngja lög og svo fer maður í leiklist og býr til stutt leikrit. Svo sýnir maður það að lokum. Ég hef líka leikið í fleiri auglýsingum heldur en bara appelsín-auglýsingunni" segir hún ákveðin. "Ég hef leikið í skóauglýsingu og umferðarauglýsingu. Svo lék ég í einu leikriti, það hét Híbýli Vindanna. Svo hef ég líka leikið í tveim stuttmyndum. Önnur þeirra heitir Gamla Konan og hin heitir Munaðarleysinginn og þar lék ég munaðarleysingjann" segir Þorgbjörg stolt. Þegar hún er spurð að því hvort henni finnist Egils malt og appelsín raunverulega gott svarar hún því játandi. "Mér finnst það rosalega gott. Ég er alltaf að drekka það" segir hún að lokum og hlær. Gaman verður að fylgjast með þessari ungu og efnilegu leik-og söngkonu í framtíðinni.
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira