Ekkert að hafa fyrir sálina 1. desember 2005 07:00 Vagna Sólveig Vagnsdóttir er þjóðkjunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar í gegn um spjallþætti útvarpsstöðvanna. Þingeyri við Dýrafjörð kúrir værðarlega undir gráyrjóttu Sandafellinu, þegar við Sigurður Þór Salvarsson og Gunnar V. Andrésson ökum niður af Gemlufallsheiðinni milli Önundafjarðar og Dýrafjarðar. Það er því sem næst alskýjað; hæglætisveður og drungaleg skammdegisskíman endurkastast af sléttum haffletinum. Dýrafjörðurinn er hvítur yfir að líta, þó ekki alhvítur, það er frekar snjólétt; fjöll engu að síður fannbarin hið efra. Kaldbakur gnæfir yfir til suðurs en í vestri stendur Mýrafellið stakt einsog útvörður fjarðarins. Við brúna yfir fjörðinn á móts við Ketileyri hópar sig æðarfugl í straumkastinu. Fjarðargata verður Hafnarstræti Þorpið á Þingeyri er langt og mjótt; teygir sig frá eyrinni sjálfri þar sem sagan segir að Dýrafjarðarþing hafi verið haldið til forna og út með Sandafellinu til austurs. Fjarðargata er lengsta gatan; svo löng að það þarf tvö nöfn á hana, nafnið breytist í Hafnarstræti þegar komið er niður á eyrina. Nýsteiktar kleinur Við ætlum að heilsa upp á eina af þekktustu dætrum Þingeyrar; Vögnu Sólveigu Vagnsdóttur, sem er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjómálaumræðunnar gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna. Það er ekki þrautalaust að finna húsið hennar; Þingeyrarbúar eru sparir á húsnúmer einsog gerist víða á landinu. Það hefst að lokum og Sólveig tekur á móti okkur af íslenskum rausnarskap; kaffi og nýsteiktar kleinur á borðum og brauð með hangiketi aukinheldur. Húsfreyja gerir lítið úr góðgerðunum; snertir varla á þeim sjálf, nýtur þess frekar að sjá gestina gera sér þær að góðu. Utan við gluggann eru börn að leik; reyna að renna sér á sleða en það gengur hálfbrösuglega vegna snjóleysis. Hér og hvar er búið að hengja upp jólaljós. Fiskvinna í fimmtíu ár Sólveig hefur búið á Þingeyri síðan hún var tvítug en hún stendur á sjötugu. Og lengst af vann hún í fiskvinnslu. Nú er hún komin á eftirlaun og dagarnir líða hægt. "Það er rólegt og gott að búa hérna, en það er ekkert að hafa fyrir sálina", segir hún og hlær íbyggin á svip. Röddin er hrjúf. Hún segir meðalaldur íbúanna háan. "Þetta er svo mikið sextíu ára og eldra", segir hún með hægð. "Þess vegna er svona lítð gert fyrir Þingeyri", bætir hún við, "þetta er ónýtt fólk", og nú ískrar í henni hláturinn. Hún talar umbúðalaust; er hress og kát og sér iðulega spaugilegu hliðar hlutanna. "Ég segi það sem mér finnst", segir hún ákveðin. "Mér er nákvæmlega hver á í hlut, ef ég tel mig hafa rétt fyrir mér. Og það má líka segja hvað sem er við mig á móti, ég ræð því hvað ég tek inn á mig". Beinagrindin ein eftir Þingeyri sameinaðist byggðarlögum norðan Dýrafjarðar fyrir nokkrum árum undir nafni Ísafjarðarbæjar. Sólveig segist ekki hafa stutt sameiningu og að margir sjái nú eftir þvi að hafa samþykkt þetta. "Það er bara búið að éta allt utan af beinagrindinni", segir hún hispurslaust. "Frá því göngin komu og sameiningin varð, að þá er bara ekkert eftir, hvert einasta starf farið til Ísafjarðar. Göngin liggja bara í norður ... ekki suður", segir hún fastmælt. Og sem dæmi um það hvernig þjónusta hefur minnkað með árunum nefnir hún læknisþjónustuna. "Það kemur hér læknir frá Flateyri eða Ísafirði tvisvar í viku og þú verður eiginlega að panta tíma viku eða hálfum mánuði áður en þú veikist", segir hún sposk á svip og skellir svo upp úr. Listakona í höndunum Þegar Sólveig hætti að vinna í frystihúsinu var hún ekki tilbúin að setjast í helgan stein. Hún fór að dunda við að móta styttur af alls kyns fígúrum og hlutum í leir og fæst líka við að skera úr andlit í fjalir og spýtur auk þess sem hún saumar út. "Ég sit ekki iðjulaus og læt mér leiðast", segir hún og það hnussar í henni. Allt ber þetta góðu handverki vott og Sólveig hefur af og til brugðið sér suður til að sýna og selja. Mest segist hún þó gera þetta til gjafa. "Þetta er fínt í jólagjafir", segir hún og handfjatlar gripina sína af varúð. Langar að fara Sólveig kemur úr stórum systkinahóp og þær eru enn fjórar systurnar sem búa á Þingeyri og nokkur barna þeirra líka. Og svo gæti farið að Sólveig og hennar börn færu burt einsog svo margir á undan þeim. "Okkur langar til að fara en hvað verður úr því veit ég ekki", segir hún og horfir fjarrænum augum útum gluggann. Innlent Menning Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Þingeyri við Dýrafjörð kúrir værðarlega undir gráyrjóttu Sandafellinu, þegar við Sigurður Þór Salvarsson og Gunnar V. Andrésson ökum niður af Gemlufallsheiðinni milli Önundafjarðar og Dýrafjarðar. Það er því sem næst alskýjað; hæglætisveður og drungaleg skammdegisskíman endurkastast af sléttum haffletinum. Dýrafjörðurinn er hvítur yfir að líta, þó ekki alhvítur, það er frekar snjólétt; fjöll engu að síður fannbarin hið efra. Kaldbakur gnæfir yfir til suðurs en í vestri stendur Mýrafellið stakt einsog útvörður fjarðarins. Við brúna yfir fjörðinn á móts við Ketileyri hópar sig æðarfugl í straumkastinu. Fjarðargata verður Hafnarstræti Þorpið á Þingeyri er langt og mjótt; teygir sig frá eyrinni sjálfri þar sem sagan segir að Dýrafjarðarþing hafi verið haldið til forna og út með Sandafellinu til austurs. Fjarðargata er lengsta gatan; svo löng að það þarf tvö nöfn á hana, nafnið breytist í Hafnarstræti þegar komið er niður á eyrina. Nýsteiktar kleinur Við ætlum að heilsa upp á eina af þekktustu dætrum Þingeyrar; Vögnu Sólveigu Vagnsdóttur, sem er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjómálaumræðunnar gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna. Það er ekki þrautalaust að finna húsið hennar; Þingeyrarbúar eru sparir á húsnúmer einsog gerist víða á landinu. Það hefst að lokum og Sólveig tekur á móti okkur af íslenskum rausnarskap; kaffi og nýsteiktar kleinur á borðum og brauð með hangiketi aukinheldur. Húsfreyja gerir lítið úr góðgerðunum; snertir varla á þeim sjálf, nýtur þess frekar að sjá gestina gera sér þær að góðu. Utan við gluggann eru börn að leik; reyna að renna sér á sleða en það gengur hálfbrösuglega vegna snjóleysis. Hér og hvar er búið að hengja upp jólaljós. Fiskvinna í fimmtíu ár Sólveig hefur búið á Þingeyri síðan hún var tvítug en hún stendur á sjötugu. Og lengst af vann hún í fiskvinnslu. Nú er hún komin á eftirlaun og dagarnir líða hægt. "Það er rólegt og gott að búa hérna, en það er ekkert að hafa fyrir sálina", segir hún og hlær íbyggin á svip. Röddin er hrjúf. Hún segir meðalaldur íbúanna háan. "Þetta er svo mikið sextíu ára og eldra", segir hún með hægð. "Þess vegna er svona lítð gert fyrir Þingeyri", bætir hún við, "þetta er ónýtt fólk", og nú ískrar í henni hláturinn. Hún talar umbúðalaust; er hress og kát og sér iðulega spaugilegu hliðar hlutanna. "Ég segi það sem mér finnst", segir hún ákveðin. "Mér er nákvæmlega hver á í hlut, ef ég tel mig hafa rétt fyrir mér. Og það má líka segja hvað sem er við mig á móti, ég ræð því hvað ég tek inn á mig". Beinagrindin ein eftir Þingeyri sameinaðist byggðarlögum norðan Dýrafjarðar fyrir nokkrum árum undir nafni Ísafjarðarbæjar. Sólveig segist ekki hafa stutt sameiningu og að margir sjái nú eftir þvi að hafa samþykkt þetta. "Það er bara búið að éta allt utan af beinagrindinni", segir hún hispurslaust. "Frá því göngin komu og sameiningin varð, að þá er bara ekkert eftir, hvert einasta starf farið til Ísafjarðar. Göngin liggja bara í norður ... ekki suður", segir hún fastmælt. Og sem dæmi um það hvernig þjónusta hefur minnkað með árunum nefnir hún læknisþjónustuna. "Það kemur hér læknir frá Flateyri eða Ísafirði tvisvar í viku og þú verður eiginlega að panta tíma viku eða hálfum mánuði áður en þú veikist", segir hún sposk á svip og skellir svo upp úr. Listakona í höndunum Þegar Sólveig hætti að vinna í frystihúsinu var hún ekki tilbúin að setjast í helgan stein. Hún fór að dunda við að móta styttur af alls kyns fígúrum og hlutum í leir og fæst líka við að skera úr andlit í fjalir og spýtur auk þess sem hún saumar út. "Ég sit ekki iðjulaus og læt mér leiðast", segir hún og það hnussar í henni. Allt ber þetta góðu handverki vott og Sólveig hefur af og til brugðið sér suður til að sýna og selja. Mest segist hún þó gera þetta til gjafa. "Þetta er fínt í jólagjafir", segir hún og handfjatlar gripina sína af varúð. Langar að fara Sólveig kemur úr stórum systkinahóp og þær eru enn fjórar systurnar sem búa á Þingeyri og nokkur barna þeirra líka. Og svo gæti farið að Sólveig og hennar börn færu burt einsog svo margir á undan þeim. "Okkur langar til að fara en hvað verður úr því veit ég ekki", segir hún og horfir fjarrænum augum útum gluggann.
Innlent Menning Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira