Atli Steinn fann ástina á ný Magnús Jochum Pálsson skrifar 31. október 2025 10:42 Atli Steinn og Unnur á góðri stundu. Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson hefur fundið ástina í örmum Unnar Jóhannsdóttir og eru þau flutt saman suður á bóginn eftir að hafa búið bæði í „fjölmörg ár“ í Noregi. Tíu mánuðir eru síðan Atli giftist hinni norsku Anítu Sjøstrøm við Miklagljúfur á gamlársdag en athygli vakti að kærasta þeirra hjóna gaf þau saman. Atli Steinn tilkynnti Facebook-vinum sínum fregnirnar í gær með langri færslu. „Jæja. Spurningarnar eru orðnar margar og þögnin er orðin löng. Ég skal fyrstur manna viðurkenna það. Bestu þagnirnar eru ekki alltaf þær stystu. „Og ef þeir þegja, um hvað þegja þeir?“ spurði biskup þegar hann lagði Umba fyrir rannsóknarverkefnið um hvað væri í raun að gerast undir Snæfellsjökli í einu gráglettnasta verki skáldsins frá Gljúfrasteini, Kristnihaldi undir Jökli. Samfélagsmiðlar bera kosti og galla samtímis. Sé maður virkur á þeim stafrænu hakkavélum samfélagsins er þögn aldrei túlkuð manni í hag. Sá sem þegir er annaðhvort í meðferð eða fangelsi,“ skrifar hann í færslunni. „Ég hef aldrei farið í meðferð. Fyrr hætti ég að drekka.“ Hann segir Facebook geta komið manni í þá vafasömu stöðu að manni finnist maður skulda fólki skýringar. Hann snertir á fjárhagslegum skuldum sínum. Atli Steinn er ekki óvanur langri keyrslu á ameríska þjóðveginum. „Ég skulda einhverja peninga, annað ekki. En þegar á fjórða þúsund manns sem tengjast manni hér, margir vinir, fleiri kunningjar og jafnvel enn fleiri sem ég þekki bara ekki neitt, deila með manni skírnum, fermingum og útskriftum barna sinna, andlátum foreldra sinna, afa og amma, botnlangaaðgerðum, áferð hægða að morgni, svo og svo mörgum edrú árum í faðmi AA, já, eða því þegar góður vinur minn opinberaði þá gullfallegu staðreynd nýlega að hann væri yfir sig hamingjusamur í sambandi með karlmanni (góður drengur sem ég borðaði með á Hard Rock í Kringlunni fyrir 25 árum á afmælinu hans, pantaði Hurricane-kokteilinn fræga honum að óvörum og hann leit litverpur í augu mér og hvíslaði skjálfandi röddu „Atli, það halda allir að við séum hommar!“)...já, þegar þessir á fjórða þúsund manns, svo ég taki upp þráðinn eftir langar og margar innskotssetningar, deila öllu þessu með manni ætla ég að velja 41 árs afmælisdag nýrrar kærustu til að greina frá sambandi okkar og því að við erum – bæði eftir fjölmörg ár í Noregi – flutt þaðan lengst suður í álfu,“ skrifar Atli Steinn. Hressandi drykkur í hitanum. „Klárlega ekki framhjáhald í ljósi gildandi sáttmála“ „Tvær íslenskar sálir hentu tveimur búslóðum í þrjár geymslur, ekki dugði minna, leigðu íbúð með öllu og keyptu flugmiða aðra leiðina beint í suður. Þetta var snemmhausts, nokkuð er um liðið,“ skrifar Atli Steinn um flutningana en ljóstrar þó ekki upp um landið. „Mínu síðasta sambandi, litríkt sem það var, lauk sem sagt, flestir geta líklega lagt þá tvo og tvo saman án þess að fá út fimm,“ skrifar Atli. Atli Steinn giftist fyrrverandi eiginkonu sinni, hinni norsku Anítu Sjøstrøm Libell Andersen, við suðurbarm Miklagljúfurs á gamlársdag á síðasta ári. Athygli vakti að bandarísk kærasta þeirra hjóna gaf þau saman og skömmu síðar greindi hann frá því að þau hjónin hefðu kynnst á swing-klúbbi. „Engin óskapleg dramatík var á bak við það og klárlega ekki framhjáhald í ljósi gildandi sáttmála,“ skrifar Atli í færslunni. „Ekki hentar öllum hins vegar að búa saman og ég held að við Unnur getum bæði vottað það með fyrri sambönd til jarteikna að þótt almenna kenningin sé sú að Íslendingar og Norðmenn séu líkari en eineggja tvíburar eru þeir meira eins og tvíeggja einburar. Hér vil ég þó taka fram að á hvoruga þjóðina er hallað í þessari samlíkingu.“ Atli rekur síðan hvernig samband hans og Unnar hófst í vor á þessu ári. „Glöggir lesendur miðla Árvakurs veittu því athygli að undirritaður var undir maílok tekinn að skrifa frá Sandefjord, þeim fagra forna hvalveiðibæ í Vestfold-fylki Noregs. Það samband sem hér segir af átti enda bara að vera leiga á hliðaríbúð í fallegu einbýlishúsi þar í bæ yfir sumarið,“ skrifar hann. Parið er flutt suður á bóginn eftir langa veru í Noregi. „Til að gera langa sögu stutta svaf ég ekki eina mínútu í þeirri íbúð, ung stúlka (miðað við mig alla vega) í Bónuspeysu – sem þar af leiðandi gat ekki verið annað en íslensk – með ADHD á lokastigi og vafalaust hálfblind miðað við makaval sitt nú, vitraðist mér á óravíddum lýðnetsins á vordögum, saklaust spjall varð að húsaleigubollaleggingum þegar ég flutti mig um set frá Telemark og húsaleigan sem aldrei varð vék fyrir nýjum og ólgandi tilfinningum tveggja aðdáenda Bubba Morthens. Rokkið hefur sameinað fleiri en það hefur sundrað.“ Hann segir parinu ekkert hafa legið á að segja frá sambandinu. „Við áttum fjóra góða frídaga í Amsterdam í júlí og sannarlega hélt ég að það yrði kaldur dagur í helvíti að ég léti mér nægja í heimsókn til þeirrar fögru borgar að birta eina mynd á þessum miðli – af tveimur glösum á borði í fallegri síkjasiglingu með einstakri leiðsögukonu frá Perú sem kunni fræði sín um sögu borgar undir sjávarmáli. Síkin í Amsterdam urðu hálfgerð geðsíki alþjóðlegs ferðamannahóps á siglingu,“ skrifar hann. „Þá vitið þið það kæru vinir, kunningjar og fólkið sem ég þekki ekki neitt hér á bók. Til hamingju með daginn Unnur mín með þökk fyrir gefandi samveru frá því í maí og ákaflega óvænt en fagurt samband frá 22. maí – stúdentsdeginum mínum árið 1993. Þú varst reyndar bara átta ára þá...“ Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Atli Steinn tilkynnti Facebook-vinum sínum fregnirnar í gær með langri færslu. „Jæja. Spurningarnar eru orðnar margar og þögnin er orðin löng. Ég skal fyrstur manna viðurkenna það. Bestu þagnirnar eru ekki alltaf þær stystu. „Og ef þeir þegja, um hvað þegja þeir?“ spurði biskup þegar hann lagði Umba fyrir rannsóknarverkefnið um hvað væri í raun að gerast undir Snæfellsjökli í einu gráglettnasta verki skáldsins frá Gljúfrasteini, Kristnihaldi undir Jökli. Samfélagsmiðlar bera kosti og galla samtímis. Sé maður virkur á þeim stafrænu hakkavélum samfélagsins er þögn aldrei túlkuð manni í hag. Sá sem þegir er annaðhvort í meðferð eða fangelsi,“ skrifar hann í færslunni. „Ég hef aldrei farið í meðferð. Fyrr hætti ég að drekka.“ Hann segir Facebook geta komið manni í þá vafasömu stöðu að manni finnist maður skulda fólki skýringar. Hann snertir á fjárhagslegum skuldum sínum. Atli Steinn er ekki óvanur langri keyrslu á ameríska þjóðveginum. „Ég skulda einhverja peninga, annað ekki. En þegar á fjórða þúsund manns sem tengjast manni hér, margir vinir, fleiri kunningjar og jafnvel enn fleiri sem ég þekki bara ekki neitt, deila með manni skírnum, fermingum og útskriftum barna sinna, andlátum foreldra sinna, afa og amma, botnlangaaðgerðum, áferð hægða að morgni, svo og svo mörgum edrú árum í faðmi AA, já, eða því þegar góður vinur minn opinberaði þá gullfallegu staðreynd nýlega að hann væri yfir sig hamingjusamur í sambandi með karlmanni (góður drengur sem ég borðaði með á Hard Rock í Kringlunni fyrir 25 árum á afmælinu hans, pantaði Hurricane-kokteilinn fræga honum að óvörum og hann leit litverpur í augu mér og hvíslaði skjálfandi röddu „Atli, það halda allir að við séum hommar!“)...já, þegar þessir á fjórða þúsund manns, svo ég taki upp þráðinn eftir langar og margar innskotssetningar, deila öllu þessu með manni ætla ég að velja 41 árs afmælisdag nýrrar kærustu til að greina frá sambandi okkar og því að við erum – bæði eftir fjölmörg ár í Noregi – flutt þaðan lengst suður í álfu,“ skrifar Atli Steinn. Hressandi drykkur í hitanum. „Klárlega ekki framhjáhald í ljósi gildandi sáttmála“ „Tvær íslenskar sálir hentu tveimur búslóðum í þrjár geymslur, ekki dugði minna, leigðu íbúð með öllu og keyptu flugmiða aðra leiðina beint í suður. Þetta var snemmhausts, nokkuð er um liðið,“ skrifar Atli Steinn um flutningana en ljóstrar þó ekki upp um landið. „Mínu síðasta sambandi, litríkt sem það var, lauk sem sagt, flestir geta líklega lagt þá tvo og tvo saman án þess að fá út fimm,“ skrifar Atli. Atli Steinn giftist fyrrverandi eiginkonu sinni, hinni norsku Anítu Sjøstrøm Libell Andersen, við suðurbarm Miklagljúfurs á gamlársdag á síðasta ári. Athygli vakti að bandarísk kærasta þeirra hjóna gaf þau saman og skömmu síðar greindi hann frá því að þau hjónin hefðu kynnst á swing-klúbbi. „Engin óskapleg dramatík var á bak við það og klárlega ekki framhjáhald í ljósi gildandi sáttmála,“ skrifar Atli í færslunni. „Ekki hentar öllum hins vegar að búa saman og ég held að við Unnur getum bæði vottað það með fyrri sambönd til jarteikna að þótt almenna kenningin sé sú að Íslendingar og Norðmenn séu líkari en eineggja tvíburar eru þeir meira eins og tvíeggja einburar. Hér vil ég þó taka fram að á hvoruga þjóðina er hallað í þessari samlíkingu.“ Atli rekur síðan hvernig samband hans og Unnar hófst í vor á þessu ári. „Glöggir lesendur miðla Árvakurs veittu því athygli að undirritaður var undir maílok tekinn að skrifa frá Sandefjord, þeim fagra forna hvalveiðibæ í Vestfold-fylki Noregs. Það samband sem hér segir af átti enda bara að vera leiga á hliðaríbúð í fallegu einbýlishúsi þar í bæ yfir sumarið,“ skrifar hann. Parið er flutt suður á bóginn eftir langa veru í Noregi. „Til að gera langa sögu stutta svaf ég ekki eina mínútu í þeirri íbúð, ung stúlka (miðað við mig alla vega) í Bónuspeysu – sem þar af leiðandi gat ekki verið annað en íslensk – með ADHD á lokastigi og vafalaust hálfblind miðað við makaval sitt nú, vitraðist mér á óravíddum lýðnetsins á vordögum, saklaust spjall varð að húsaleigubollaleggingum þegar ég flutti mig um set frá Telemark og húsaleigan sem aldrei varð vék fyrir nýjum og ólgandi tilfinningum tveggja aðdáenda Bubba Morthens. Rokkið hefur sameinað fleiri en það hefur sundrað.“ Hann segir parinu ekkert hafa legið á að segja frá sambandinu. „Við áttum fjóra góða frídaga í Amsterdam í júlí og sannarlega hélt ég að það yrði kaldur dagur í helvíti að ég léti mér nægja í heimsókn til þeirrar fögru borgar að birta eina mynd á þessum miðli – af tveimur glösum á borði í fallegri síkjasiglingu með einstakri leiðsögukonu frá Perú sem kunni fræði sín um sögu borgar undir sjávarmáli. Síkin í Amsterdam urðu hálfgerð geðsíki alþjóðlegs ferðamannahóps á siglingu,“ skrifar hann. „Þá vitið þið það kæru vinir, kunningjar og fólkið sem ég þekki ekki neitt hér á bók. Til hamingju með daginn Unnur mín með þökk fyrir gefandi samveru frá því í maí og ákaflega óvænt en fagurt samband frá 22. maí – stúdentsdeginum mínum árið 1993. Þú varst reyndar bara átta ára þá...“
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tímamót Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“