Erlent

SÞ fara ekki til Guantanamo

MYND/Reuters

Sameinuðu þjóðirnar hafa afþakkað boð Bandaríkjamanna um að heimsækja Guantanamo-fangelsið á Kúbu. Þetta stafar af því að fulltrúar samtakanna áttu ekki að fá að ræða einslega við fangana meðan á heimsókninni stæði. Vel á fjórða ár er liðið síðan Sameinuðu þjóðirnar óskuðu eftir því að fá að skoða aðstæður í fangelsinu en það var ekki fyrr en nýlega sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna samþykkti beiðnina, en með fyrrnefndu skilyrði. Um 500 fangar eru vistaðir í fangelsinu á Guantanamo en flestir voru handteknir í Afganistan eftir innrás Bandaríkjamanna í landið haustið 2001. Síðan þá hafa meintar pyntingar á föngunum ítrekað verið gagnrýndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×