Lífið

Verðmerkingum á Laugavegi ábótavant

Dimmalimm. Allar vörur í gluggum verðmerktar og sagði Þóra Björg Ágústsdóttir sem þar starfar að það hefði verið regla hjá versluninni frá upphafi að hafa slíkt því það væri ekkert annað en aukin þjónusta við viðskiptavininn.
Dimmalimm. Allar vörur í gluggum verðmerktar og sagði Þóra Björg Ágústsdóttir sem þar starfar að það hefði verið regla hjá versluninni frá upphafi að hafa slíkt því það væri ekkert annað en aukin þjónusta við viðskiptavininn.

Allmargar verslanir við Laugaveg verðmerkja ekki vörur í gluggum sínum eins og lög kveða á um. Ástæðurnar eru margvíslegar en fyrst og fremst að skipt sé svo oft um vörur í gluggum þessa dagana að það sé ekki heiglum hent.

Talsvert vantar upp á að verslanir við Laugaveg í Reykjavík fari að settum reglum hvað varðar verðmerkingar í gluggum verslana. Kveða reglurnar skýrt á um að öllum söluaðilum sé skylt að verðmerkja allar vörur og þjónustu með söluverði. Á það ekki síst við um vörur í verslunargluggum en mikið vantar upp á að svo hafi verið á Laugaveginum við úttekt Fréttablaðsins.

Starfsfólk og eigendur verslana bera því við að þessi árstími sé sérstaklega slæmur hvað þetta varðar. Margir eigendur skipti um og breyti útstillingum sínum oftar á þessum tíma og fram að jólum en annars er eðlilegt og það geti útskýrt af hverju verðmerkingum sé áfátt.

Aðrir seljendur smávöru hvers konar bentu einnig á að ekki væri auðvelt að verðmerkja margar slíkar vörur með góðu móti án þess að skyggja á vöruna sjálfa. Aðrir voru þó á því að verðmerkingar í gluggum væru aðeins enn einn hluti af sjálfsagðri þjónustu. Góð tilboð í gluggum fengi fólk frekar inn í verslunina en ella og svöluðu forvitni allra þeirra sem leið ættu um á lokunartíma.

Fréttablaðið gerði svipaða könnun í Kringlunni fyrr í haust og reyndust verslanir þar að mestu hafa sitt á hreinu. Verið getur að verð og vörur breytist hraðar þegar líða fer að jólum og það hafi áhrif á samanburð þarna á milli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.