Erlent

Rannsókn sögð hafin á leka

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna neitar að tjá sig um ásakanirnar.
Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna neitar að tjá sig um ásakanirnar.

Hafin er rannsókn á því innan raða bandarísku leyniþjónustunnar CIA hver kunni að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla um að hún reki leynifangelsi erlendis. Á fréttavef breska útvarpsins BBC er þetta haft eftir ónafngreindum embættismönnum í Washington.

Dagblaðið The Washington Post greindi frá því í síðustu viku að það hefði heimildir fyrir því að CIA ræki slík fangelsi meðal annars í ónefndum Austur-Evrópulöndum. Fulltrúar CIA og Bandaríkjastjórnar hafa hvorki viljað staðfesta né hrekja ásakanirnar.

Að sögn fréttaritara BBC vestra hefur þessi þögn ráðamanna ýtt undir vangaveltur um hin meintu leynifangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×