Erlent

Kenningum vísað á bug eystra

Flugmálayfirvöld bæði í Rúmeníu og Póllandi neituðu því í gær að meint leynifangelsi CIA væri að finna við flugvelli í þessum löndum eins og getum hefur verið leitt að. Stjórnendur Szczytno-Szymany-flugvallar í Póllandi staðfestu hins vegar að bandarísk Boeing 737-þota hefði lent á vellinum þann 22. september 2003, sú sem Mannréttindavaktin segir að hafi flutt leynifanga CIA, en aðeins haft um klukkustundar viðdvöl þar.

Talsmaður Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch) sagði í fyrradag frá því að samtökin hefðu vísbendingar um að Szczytno-Szymany-flugvöllur og Mihail Kogalniceanu-herflugvöllurinn í Rúmeníu hefðu verið notaðir alla vega sem millilendingarstöðvar fyrir leynilegt flug á vegum CIA með meinta al-Kaída-liða frá Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×