Erlent

Geta gengið í herinn á ný

Flak þyrlunnar. Al-Kaída í Írak kveðst bera ábyrgð á að hafa skotið niður bandaríska herþyrlu í fyrradag.
Flak þyrlunnar. Al-Kaída í Írak kveðst bera ábyrgð á að hafa skotið niður bandaríska herþyrlu í fyrradag.

Íraska ríkisstjórnin hefur ákveðið að þeir sem gegndu lægri herforingjastöðum í stjórnarher Saddams Hussein geti skráð sig í herinn á ný. Vonast er til að með því ljúki stórum hluta uppreisnarinnar í landinu.

Fljótlega eftir að innrásarherir Bandaríkjanna knésettu Íraksher í apríl 2003 voru ríflega 400.000 hermenn sviptir lifibrauði sínu. Í því erfiða atvinnuástandi sem ríkt hefur í Írak er engin furða að óánægðir hermennirnir hafi lagt uppreisnaröflunum lið. Þessi ráðstöfun Bandaríkjamanna er því talin ein afdrifaríkustu mistökin sem þeir hafa gert sig seka um frá innrásinni.

Embættismaður í íraska varnarmálaráðuneytinu greindi frá því í fyrradag að fyrrum hermenn, með majórstign eða lægri, gætu skráð sig í herinn næsta hálfan annan mánuðinn. Bakgrunnur þeirra verður hins vegar kannaður til að tryggja að þeir muni raunverulega berjast gegn uppreisnarmönnum en ekki með þeim. Al-Kaída í Írak lýsti því í yfir í gær að flugumenn samtakanna hefðu skotið niður bandaríska herþyrlu nærri borginni Ramdadi með þeim afleiðingum að tveir hermenn fórust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×