Erlent

Kvaðst með öllu saklaus

Fótbrotinn. Libby studdist við hækjur í dómssal í gær en hann fótbrotnaði á dögunum.
Fótbrotinn. Libby studdist við hækjur í dómssal í gær en hann fótbrotnaði á dögunum.

Lewis Libby, fyrrverandi starfsmannastjóri Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, kvaðst saklaus af ákærum um að hafa lekið til fjölmiðla nafni Valerie Plame, njósnara bandarísku leyniþjónustunnar CIA, við þingfestingu máls yfir honum í Washington í gær.

Aðeins tók um tíu mínútur að lesa Libby ákærurnar. en að því búnu var réttarhöldunum frestað til 3. febrúar. Lekarannsóknin heldur áfram og er ekki útilokað að Karl Rove, helsti ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta verði einnig ákærður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×