Erlent

Talin vera í Ungverjalandi

Allur er varinn góður. Frakkar undirbúa viðbrögð við fuglaflensu og hyggjast verja sem nemur 12 milljörðum króna til sóttvarna.
Allur er varinn góður. Frakkar undirbúa viðbrögð við fuglaflensu og hyggjast verja sem nemur 12 milljörðum króna til sóttvarna.

Talið er að fuglaflensu af H5N1-stofni sé að finna í Ungverjalandi en svanur sem flaug þaðan til Króatíu á dögunum var smitaður af veikinni.

Þetta kom fram í yfirlýsingu landbúnaðarráðherra Króatíu sem AP-fréttastofan greindi frá. Svæðið sem svanurinn fannst á var sótthreinsað í kjölfarið og öllu fiðurfé á bæjum í nágrenninu slátrað. Þetta stökkbreytta afbrigði fuglaflensunnar hefur þegar greinst í Rúmeníu, Tyrklandi og Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×