Erlent

Sprengdu bíl fullan af fé

Grímuklæddir ræningjar sprengdu peningaflutningabíl sem var á ferð norður af Gautaborg í gærmorgun. Þeir komust svo undan með ránsfeng sinn. Tveir öryggisverðir særðust í árásinni og voru fluttir á sjúkrahús en meiðsli þeirra eru ekki sögð mjög alvarleg.

Ræningjarnir höfðu sett upp naglamottur á nokkrum stöðum til að hindra aðkomu lögreglu og var greinilega um þaulskipulagt rán að ræða. Að sögn dagblaðsins Dagens Nyheter fann svo lögreglan skömmu síðar yfirgefna Volvo-bifreið sem talið að ræningjarnir hafi notað til undankomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×