Innlent

Trúfélög fá 40 milljónir aukalega

Þjóðkirkjan og önnur trúfélög fá fjörutíu og einni milljón króna meira í sóknargjöld frá ríkinu í ár en gert var ráð fyrir á fjárlögum ársins. Þar var gert ráð fyrir að sóknargjöld næmu sextán hundruð og þrjátíu milljónum króna. Í frumvarpi til fjáraukalaga er lagt til að Þjóðkirkjan fái þrjátíu og tvær milljónir króna aukalega og önnur trúfélög níu milljónir. Hækkunin er í samræmi við hækkun á meðaltali tekjuskattstofns síðustu ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×