Ástandið batnar í New Orleans 3. september 2005 00:01 Ástandið í New Orleans er loksins farið að skána eftir að þúsundir þjóðvarðliða komu þangað í gærkvöldi með vistir og vopn. Reiðin kraumar meðal íbúa Suðurríkjanna vegna afskiptaleysis stjórnvalda, sem skildu tugþúsundir eftir bjargarlausar í marga daga eftir að fellibylurinn lagði borgina í rúst. Nú eru sex dagar síðan Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna. Vitað var að eyðileggingin yrði gríðarleg og milljón manns flúðu New Orleans dagana fyrir komu Katrínar. Stór hluti íbúa borgarinnar er fátækur og hafði einfaldlega ekki efni á að koma sér burt. Jafnvel þótt þeir ættu bíl. Ellilífeyriþegi einn benti á að í lok mánaðarins ættu þeir ekki mikið. Hann hefði aðeins átt fjóra dali og 25 sent sem hefðu dugað honum skammt til að flýja borgina. Þetta þýddi að tugþúsundir urðu innlyksa í borginni bjargarlausar og enn veit enginn hversu margir fórust í hamförunum og hversu margir hafa látist í kjölfarið vegna þess að þeir fengu enga aðstoð. Fjöldi þjóðvarðliða kom til borgarinnar í dag og í gær og hafa þeir unnið að því að koma vistum til borgarbúa og að því að koma lögum og reglu á í borginni að nýju en glæpalýður hefur nýtt sér aðstæður og rænt og ruplað, nauðgað og myrt. Lögregluþjónn í New Orleans segir öll raftæki farin og skartgripaborð í búðum hafa verið brotin og allt hirt. Þetta gilti þó ekki um alla, sumir nýttu eigur sínar til að aðstoða aðra. Margir hafa orðið til að gagnrýna hæg viðbrögð alríkisstjórnarinnar og segja að viðbrögðin hefðu orðið önnur ef ekki hefði verið um að ræða svart, fátækt fólk. Rapparinn Kanye West olli til dæmis uppnámi í beinni útsendingu á NBC-sjónvarpsstöðinni þar sem stjörnufans safnaði fé til styrktar fórnarlömbum flóðanna. Þar sagði hann að George Bush Bandaríkjaforseta væri sama um svarta. Bandaríkjaforseti ferðaðist um flóðasvæðin í gær og viðurkenndi að björgunarstarf hefði ekki gengið sem skyldi. En hann neitaði því að fólkið hefði gleymst. Bandaríkjamenn yfirgæfu ekki samborgara sína í nauðum og alríkisstjórnin myndi standa sína vakt. Þá sagði hann að þar sem viðbrögðin hefðu ekki verið sem skyldi yrði gripið í taumana og á þeim stöðum þar sem brugðist hefði verið við yrði bætt í. Bandaríkjamenn hefðu skyldum að gegna hvarvetna við strönd Mexíkóflóa og menn myndu ekki unna sér hvíldar fyrr en allt væri komið í samt lag og verkinu lokið. Bush svaraði ekki spurningum fréttamanna um það hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma að koma björgunarstarfi af stað. Margir hafa verið fluttir til Texas með rútum í dag, en enn bíða um fimm þúsund manns í Superdome-íþróttahöllinni við ólýsanlegar aðstæður. Ráðstefnumiðstöð borgarinnar er einnig full af fólki ennþá sem gæti þurft að bíða þó nokkuð enn eftir að komast burt. Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Ástandið í New Orleans er loksins farið að skána eftir að þúsundir þjóðvarðliða komu þangað í gærkvöldi með vistir og vopn. Reiðin kraumar meðal íbúa Suðurríkjanna vegna afskiptaleysis stjórnvalda, sem skildu tugþúsundir eftir bjargarlausar í marga daga eftir að fellibylurinn lagði borgina í rúst. Nú eru sex dagar síðan Katrín skall á suðurströnd Bandaríkjanna. Vitað var að eyðileggingin yrði gríðarleg og milljón manns flúðu New Orleans dagana fyrir komu Katrínar. Stór hluti íbúa borgarinnar er fátækur og hafði einfaldlega ekki efni á að koma sér burt. Jafnvel þótt þeir ættu bíl. Ellilífeyriþegi einn benti á að í lok mánaðarins ættu þeir ekki mikið. Hann hefði aðeins átt fjóra dali og 25 sent sem hefðu dugað honum skammt til að flýja borgina. Þetta þýddi að tugþúsundir urðu innlyksa í borginni bjargarlausar og enn veit enginn hversu margir fórust í hamförunum og hversu margir hafa látist í kjölfarið vegna þess að þeir fengu enga aðstoð. Fjöldi þjóðvarðliða kom til borgarinnar í dag og í gær og hafa þeir unnið að því að koma vistum til borgarbúa og að því að koma lögum og reglu á í borginni að nýju en glæpalýður hefur nýtt sér aðstæður og rænt og ruplað, nauðgað og myrt. Lögregluþjónn í New Orleans segir öll raftæki farin og skartgripaborð í búðum hafa verið brotin og allt hirt. Þetta gilti þó ekki um alla, sumir nýttu eigur sínar til að aðstoða aðra. Margir hafa orðið til að gagnrýna hæg viðbrögð alríkisstjórnarinnar og segja að viðbrögðin hefðu orðið önnur ef ekki hefði verið um að ræða svart, fátækt fólk. Rapparinn Kanye West olli til dæmis uppnámi í beinni útsendingu á NBC-sjónvarpsstöðinni þar sem stjörnufans safnaði fé til styrktar fórnarlömbum flóðanna. Þar sagði hann að George Bush Bandaríkjaforseta væri sama um svarta. Bandaríkjaforseti ferðaðist um flóðasvæðin í gær og viðurkenndi að björgunarstarf hefði ekki gengið sem skyldi. En hann neitaði því að fólkið hefði gleymst. Bandaríkjamenn yfirgæfu ekki samborgara sína í nauðum og alríkisstjórnin myndi standa sína vakt. Þá sagði hann að þar sem viðbrögðin hefðu ekki verið sem skyldi yrði gripið í taumana og á þeim stöðum þar sem brugðist hefði verið við yrði bætt í. Bandaríkjamenn hefðu skyldum að gegna hvarvetna við strönd Mexíkóflóa og menn myndu ekki unna sér hvíldar fyrr en allt væri komið í samt lag og verkinu lokið. Bush svaraði ekki spurningum fréttamanna um það hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma að koma björgunarstarfi af stað. Margir hafa verið fluttir til Texas með rútum í dag, en enn bíða um fimm þúsund manns í Superdome-íþróttahöllinni við ólýsanlegar aðstæður. Ráðstefnumiðstöð borgarinnar er einnig full af fólki ennþá sem gæti þurft að bíða þó nokkuð enn eftir að komast burt.
Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira