Guðmundur byrjar vel með Fram 21. september 2005 00:01 Fyrsta umferðin í DHL-deild karla fór fram í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyjum þar sem ÍR kjöldró heimamenn. KA vann Akureyrarslaginn og Fylkir byrjaði vel gegn Víking/Fjölni. Stórleikur kvöldsins var þó viðureign Fram og Íslandsmeistara Hauka. Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, er tekinn aftur við Fram og strákarnir hans litu verulega vel út lengstum gegn meisturunum. Hið sama verður ekki sagt um meistarana sem litu skelfilega út og maður spurði sig um tíma hvort þeir hefðu yfir höfuð æft í sumar - svo illu litu þeir út. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Birkis Ívars í síðari hálfleik - en hann lokaði markinu í 15 mínútur - hefðu Haukar steinlegið. Fram átti sigurinn fyllilega skilinn í gær, en það segir meira en mörg orð þegar lið vinnur meistarana án þess að skora í 15 mínútur. "Ég er mjög ánægður og þetta var mjög sannfærandi hjá okkur lengstum. Vörn og markvarsla var fín og hraðaupphlaupin gengu líka vel. Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn en þar spilar reynsluleysi inn í," sagði Guðmundur kampakátur eftir leikinn. Athygli vakti arfaslakur leikur Úkraínumannsins, Serenko, og var ekki hægt að spyrja Guðmund um annað en hvort hann ætlaði að senda kauða heim. "Vonandi skánar hann en vissulega var hann slakur í dag. Hann fær nokkur tækifæri." Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, var að vonum brúnaþungur. Fyrsta spurning var hvort Haukar hefðu ekki æft í sumar? "Jú, við æfðum mjög vel og það er búið að prófa menn og þeir eru í fínu formi. Strákarnir sem voru með U-21 árs liðinu eru þó ekki í formi. Það gerist oft þegar menn fara á HM þá eru þeir ekki í formi þegar tímabilið hefst á ný. Við eigum nokkuð í land og þurfum aðeins meiri tíma," sagði Páll. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Sjá meira
Fyrsta umferðin í DHL-deild karla fór fram í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyjum þar sem ÍR kjöldró heimamenn. KA vann Akureyrarslaginn og Fylkir byrjaði vel gegn Víking/Fjölni. Stórleikur kvöldsins var þó viðureign Fram og Íslandsmeistara Hauka. Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, er tekinn aftur við Fram og strákarnir hans litu verulega vel út lengstum gegn meisturunum. Hið sama verður ekki sagt um meistarana sem litu skelfilega út og maður spurði sig um tíma hvort þeir hefðu yfir höfuð æft í sumar - svo illu litu þeir út. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Birkis Ívars í síðari hálfleik - en hann lokaði markinu í 15 mínútur - hefðu Haukar steinlegið. Fram átti sigurinn fyllilega skilinn í gær, en það segir meira en mörg orð þegar lið vinnur meistarana án þess að skora í 15 mínútur. "Ég er mjög ánægður og þetta var mjög sannfærandi hjá okkur lengstum. Vörn og markvarsla var fín og hraðaupphlaupin gengu líka vel. Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn en þar spilar reynsluleysi inn í," sagði Guðmundur kampakátur eftir leikinn. Athygli vakti arfaslakur leikur Úkraínumannsins, Serenko, og var ekki hægt að spyrja Guðmund um annað en hvort hann ætlaði að senda kauða heim. "Vonandi skánar hann en vissulega var hann slakur í dag. Hann fær nokkur tækifæri." Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, var að vonum brúnaþungur. Fyrsta spurning var hvort Haukar hefðu ekki æft í sumar? "Jú, við æfðum mjög vel og það er búið að prófa menn og þeir eru í fínu formi. Strákarnir sem voru með U-21 árs liðinu eru þó ekki í formi. Það gerist oft þegar menn fara á HM þá eru þeir ekki í formi þegar tímabilið hefst á ný. Við eigum nokkuð í land og þurfum aðeins meiri tíma," sagði Páll.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Sjá meira