Erlent

Andstæðingar Mubarak tapa

Frá kjörstað. Ýmislegt bendir til að þessi kona hafi greitt Bræðralagi múslima atkvæði sitt.
Frá kjörstað. Ýmislegt bendir til að þessi kona hafi greitt Bræðralagi múslima atkvæði sitt.

Ayman Nour, einn helsti andstæðingur Hosni Mubarak Egyptalandsforseta, missti þingsæti sitt til frambjóðanda stjórnarflokksins í fyrstu umferð egypsku þingkosninganna sem fram fór í vikunni. Einn öflugasti liðsmaður Bræðralags múslima tapaði jafnframt í sínu kjördæmi enda þótt hreyfingin virðist almennt hafa bætt við sig fylgi.

Landskjörstjórn hefur greint frá því að kjörsóknin hafi verið um 34 prósent. Það er skárri þátttaka en í forsetakosningunum í september þegar 23 prósent kusu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×