Sport

Sérsambönd fái rekstrarstyrki

Forystumenn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands ítrekuðu á samráðsfundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra sl. föstudag að sérsambönd fái sérstaka rekstrarstyrki til að halda úti starfsemi sinni en ÍSÍ hefur árlega sótt um slíka styrki til fjárlaganefndar Alþingis, án þess að við því hafi orðið. Af hálfu menntamálaráðherra voru engin fyrirheit gefin en fram kom bæði vilji og áhugi af hennar hálfu að efla sérsamböndin og starf íþróttahreyfingarinnar. Í því skyni hyggst hún skipa starfshóps sem skal gera tillögur að íþróttastefnu á Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×