Erlent

150 barnaníðingar handteknir

Lögregla í Ástralíu hefur handtekið meira en 150 manns í stærstu lögregluaðgerð í sögu landsins gegn barnaklámi. Þeir eru allir grunaðir um framleiðslu, dreifingu og niðurhal á barnaklámi og einnig fyrir að hafa skipulagt ferðir fyrir barnaníðinga þar sem þeir gátu fengið útrás fyrir fýsnir sínar. Samtímis lagði lögreglan hald á meira en tvær milljónir mynda sem lágu í hundruðum tölva víða um landið. Myndirnar koma hvaðanæva að úr heiminum. Í aðgerðinni fannst einnig á annan tug myndvera þar sem klámmyndir af börnum hafa verið teknar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×