Innlent

Lífeyrisþegum hefur fjölgað um 46%

Frá árinu 1993 hefur þeim fjölgað um 46% eða úr 46.937 í 68.542 árið 2003 að meðtöldum foreldrum sem fá greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Á sama tíma fjölgar landsmönnum um tæp 10%, úr tæpum 265 þúsund í rúmlega 290. Á árinu 1993 var hlutfall lífeyrisþega 17,7% af mannafla en 10 árum síðar var hlutfallið komið 23,6%. Einnig má sjá að hlutfall einstaklinga með greiðslur örorkulífeyris, endurhæfingarlífeyris eða örorkustyrks var í desember 2003 4,3% af mannfjölda á meðan hlutfallið var 2,7% árið 1993. Þegar skoðaður er fjöldi bótaþega lífeyristrygginga og félagslegrar aðstoðar og útgjöld á verðlagi hvers árs sést að hlutfallslega mesta aukningin er í uppbótum vegna bifreiðakaupa. Á árinu 2003 fengu 823 einstaklingar greiddar samtals 368 m.kr. í uppbætur vegna bifreiðakaupa. Auk þess voru 163 m.kr. greiddar í bifreiðastyrki undir málaflokknum hjálpartæki. Til samanburðar fengu  421 einstaklingur uppbætur vegna bifreiðakaupa á árinu 2002, samtals 157 m.kr. Útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála voru rúmlega 76 milljarðar á árinu 2003 þar af voru útgjöld sjúkratrygginga tæpir 14 milljarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×