Innlent

BSRB býður upp á tungumálakennslu

BSRB ætlar að stórefla tungumálakunnáttu félagsmanna og undirritar í dag samning við Framvegis, miðstöð um símenntun um tungumálafræðslu. Í tilkynningu frá BSRB segir að hér sé um að ræða afar metnaðarfullt átak. Boðið verði upp á námskeið í ensku, dönsku, spænsku, íslensku ritmáli, þýsku og frönsku fyrir félagsmenn BSRB árin 2005 og 2006. Í boði verður bæði einingabært nám fyrir framhaldsskóla og einnig styttri námskeið þar sem höfuðáhersla verður lögð á talað mál. Stefnt er að því að minnsta kosti 1.500 manns sæki þessi námskeið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×